Erlent

Nýtt að samningurinn sé ófullnægjandi

Að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, má draga þá ályktun af ummælum forsætis- og utanríkisráðherra um varnarmál Íslands síðustu daga, „að tvíhliða varnarsamningurinn við Bandaríkin sé ekki fullnægjandi og taki fyrst og fremst til ófriðartíma“.

Hún segir að sér og öðrum í Samfylkingunni þyki það annars fagnaðarefni að farið sé með þetta inn á vettvang NATO og reynt að ná fjölþjóðlegri samvinnu um öryggi og varnir Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×