NATO-ríkin taki sig á 14. nóvember 2006 05:45 De Hoop Scheffer í Búdapest Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, og ungverski varnarmálaráðherrann, Imre Szekeres ,skoða heiðursvörð í Búdapest í gær. MYND/AP Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, skoraði í gær á aðildarríkin að auka framlög sín til varnarmála. Framkvæmdastjórinn lét þessi orð falla í heimsókn til Búdapest, en hann er nú á heimsóknarúnti milli höfuðborga NATO-landanna til að undirbúa leiðtogafund bandalagsins sem fram fer í Riga í lok mánaðarins. Hann minnti á að eins og sakir standa eyða einungis sjö af aðildarríkjunum 26 fullum tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála, en það eru þau mörk sem bandalagið ætlast til að hvert og eitt aðildarríki verji að lágmarki í þennan málaflokk. „Þetta er röng þróun fyrir bandalag sem er metnaðarfullt og stendur frammi fyrir síauknum kröfum um þátttöku í alþjóðlegum verkefnum og leiðöngrum,“ hefur AP-fréttastofan eftir de Hoop Scheffer. Ísland er eina NATO-landið sem ekki hefur útgjöld til varnarmála á fjárlögum. Samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins mun Ísland geta talið eftirfarandi sem útgjöld til varnarmála: kostnað við hið fyrirhugaða nýja varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli, framlagið í mannvirkjasjóð NATO sem Ísland er nú í fyrsta sinn að hefja greiðslur í, bein framlög til aðgerða NATO, svo sem í Afganistan, og hugsanlega rekstrarkostnað varnarmálaskrifstofunnar, en engin formleg tilraun hefur verið gerð til slíks útreiknings. Taki Íslendingar að fullu við rekstri Ratsjárstofnunar eftir að ábyrgð Bandaríkjamanna á honum sleppir í ágúst á næsta ári mun sá kostnaður tvímælalaust teljast útgjöld til varnarmála, en hann nemur mörg hundruð milljónum króna á ári. Hugsanlega mætti einnig reikna rekstur Landhelgisgæslunnar með. Kostnaður við Íslensku friðargæsluna er talinn framlag til þróunarmála og þyrfti því að endurskilgreina ef hann ætti að teljast framlag til varnarmála. Tvö prósent af vergri landsframleiðslu Íslands samsvarar um tuttugu milljörðum króna. Erlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, skoraði í gær á aðildarríkin að auka framlög sín til varnarmála. Framkvæmdastjórinn lét þessi orð falla í heimsókn til Búdapest, en hann er nú á heimsóknarúnti milli höfuðborga NATO-landanna til að undirbúa leiðtogafund bandalagsins sem fram fer í Riga í lok mánaðarins. Hann minnti á að eins og sakir standa eyða einungis sjö af aðildarríkjunum 26 fullum tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála, en það eru þau mörk sem bandalagið ætlast til að hvert og eitt aðildarríki verji að lágmarki í þennan málaflokk. „Þetta er röng þróun fyrir bandalag sem er metnaðarfullt og stendur frammi fyrir síauknum kröfum um þátttöku í alþjóðlegum verkefnum og leiðöngrum,“ hefur AP-fréttastofan eftir de Hoop Scheffer. Ísland er eina NATO-landið sem ekki hefur útgjöld til varnarmála á fjárlögum. Samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins mun Ísland geta talið eftirfarandi sem útgjöld til varnarmála: kostnað við hið fyrirhugaða nýja varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli, framlagið í mannvirkjasjóð NATO sem Ísland er nú í fyrsta sinn að hefja greiðslur í, bein framlög til aðgerða NATO, svo sem í Afganistan, og hugsanlega rekstrarkostnað varnarmálaskrifstofunnar, en engin formleg tilraun hefur verið gerð til slíks útreiknings. Taki Íslendingar að fullu við rekstri Ratsjárstofnunar eftir að ábyrgð Bandaríkjamanna á honum sleppir í ágúst á næsta ári mun sá kostnaður tvímælalaust teljast útgjöld til varnarmála, en hann nemur mörg hundruð milljónum króna á ári. Hugsanlega mætti einnig reikna rekstur Landhelgisgæslunnar með. Kostnaður við Íslensku friðargæsluna er talinn framlag til þróunarmála og þyrfti því að endurskilgreina ef hann ætti að teljast framlag til varnarmála. Tvö prósent af vergri landsframleiðslu Íslands samsvarar um tuttugu milljörðum króna.
Erlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent