Skoðun

Öngvir rasistar!

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Það sem eftir stendur í atburðum síðustu daga þ.e. innflytjendamálin/frjálst flæði vinnuafls frá Evrópu " og það situr í mér " er að aðrir flokkar, stjórnmálaspékúlantar og einhverjir fleiri séu að kallastefnu Frjálslynda flokksins rasisma.

Það er alls ekki rétt og er bara útúrsnúningur og verið að reyna að veiða fólk í skoðanavillu á stjórnmálaflokki.

Væri Frjálslyndi flokkurinn hinsvegar hreinræktaður rasistaflokkur í ætt við hægri öfgasinnaðan þjóðernisflokk af verstu sort þá væri ég ekki þar og hefði aldrei fengið að stíga fæti inn þar með baráttumál mín og minnihlutahóps míns, heyrnarlausra og heyrnarskertra.

Þá hefði flokkurinn aldrei staðið fyrir því að berjast fyrir því að viðurkenna íslenska táknmálið eða þá að vilja texta innlent sjónvarspefni fyrir heyrnarlausa/heyrnarskerta og ÚTLENDINGA svo þeir geti lært íslenskuna af textanum (að heyra hvernig orðin eru borin fram og skrifuð samtímis) og lærðu þar með líka um íslenska menningu og myndu því aðlagast lífinu hérna á þessari sérstöku eyju í Norður-Atlantshafi.

Og svo ekki sé minnst á öryrkja og lífeyrismálin sem flokkurinn hefur staðið fyrir á þingi. Í venjulegum rasistaflokkum eru fatlaðir nefnilega útskúfaðir og baráttumál þeirra ná ekki upp á pallborðið hjá rasistum.

Því er hér með alfarið vísað til föðurhúsanna að Frjálslyndi flokkurinn sé litaður rasisma og í honum her rasista.

Svo ekki sé nú meira sagt um þetta mál.

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir er varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×