Breskur maður, sem var handtekinn fyrir tveim árum, viðurkenndi fyrir rétti í Lundúnum, í dag, að hann hefði lagt á ráðin um að gera sprengjuárásir á Verðbréfamiðstöðina í New York, Alþjóðabankann og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.
Dhiren Barot viðurkenndi einnig að hann hefði ætlað að gera árásir á skormörk í Bretlandi. Hann játaði sig sekan um að undirbúa morð að yfirlögðu ráði.