Knattspyrna hefur lotið í lægra haldi fyrir trúariðkun í Nígeríu. Færa þurfti kappleik landsliðs karla sem skipað er leikmönnu 20 ára og yngri frá þjóðrleikvanginu í höfuðborginni Abuja vegna kristinnar bænasamkomu. Leikurinn fer fram á laugardaginn en samkoman hefst annað kvöld og stendur í sólahring.
Lið Nígeríumanna þarf því að mæta andstæðingum sínum frá Rúanda á öðrum velli í annarri borg. Liðin keppa um sæti á ungliðamóti Afríkuríkja sem haldið verður á næsta ári.
Aðstoðarmaður Olusegun Obasanjo, forseta, segir að hann hafi gert allt til að tryggja að knattspyrnan myndi víkja fyrir bænahaldi, enda er Obasanjo sagður afar trúrækinn.