Kylie og Furtado syngja dúett 4. desember 2006 12:30 Minogue er að ná sér á strik eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein. Söngkonan Nelly Furtado ætlar að syngja dúett með áströlsku söngkonunni Kylie Minogue. Furtado gaf í sumar út plötuna Loose sem hefur m.a. að geyma lagið Maneater. Einnig er þar lagið Promiscuous sem hún söng með upptökustjóranum snjalla Timbaland. Furtado hefur lengi ætlað að vinna með Kylie og nú eru viðræður hafnar um að þær flytji saman dúett. „Við höfum talað um þetta í dálítinn tíma. Við erum svipaðar á þann hátt að hún er dugnaðarforkur eins og ég," sagði hin 27 ára Furtado. Hún er jafnframt ánægð með það hvernig Kylie hefur tekist á við brjóstakrabbameinið sem hún greindist með fyrir nokkru síðan. „Það er frábært að hún skuli hafa snúið aftur og klárað tónleikaferð sína." Furtado sló fyrst í gegn árið 2000 með laginu I"m Like a Bird sem var á plötunni Woah Nelly! Nýjasta plata hennar er sú þriðja í röðinni. Kylie hefur lengi verið í sviðsljósinu. Hún vakti fyrst athygli í sjónvarpsþáttunum Nágrannar. Síðan þá hefur hún sungið mörg vinsæl lög á borð við The Loco-Motion, I Should Be So Lucky, Can"t Get You Out Of My Head, In Your Eyes og Slow, sem Emilíana Torrini samdi ásamt upptökustjóranum Mr. Dan. Var það tilnefnt til Grammy-verðlaunanna. Furtado vill ólm syngja dúett með Kylie Minogue. . Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Söngkonan Nelly Furtado ætlar að syngja dúett með áströlsku söngkonunni Kylie Minogue. Furtado gaf í sumar út plötuna Loose sem hefur m.a. að geyma lagið Maneater. Einnig er þar lagið Promiscuous sem hún söng með upptökustjóranum snjalla Timbaland. Furtado hefur lengi ætlað að vinna með Kylie og nú eru viðræður hafnar um að þær flytji saman dúett. „Við höfum talað um þetta í dálítinn tíma. Við erum svipaðar á þann hátt að hún er dugnaðarforkur eins og ég," sagði hin 27 ára Furtado. Hún er jafnframt ánægð með það hvernig Kylie hefur tekist á við brjóstakrabbameinið sem hún greindist með fyrir nokkru síðan. „Það er frábært að hún skuli hafa snúið aftur og klárað tónleikaferð sína." Furtado sló fyrst í gegn árið 2000 með laginu I"m Like a Bird sem var á plötunni Woah Nelly! Nýjasta plata hennar er sú þriðja í röðinni. Kylie hefur lengi verið í sviðsljósinu. Hún vakti fyrst athygli í sjónvarpsþáttunum Nágrannar. Síðan þá hefur hún sungið mörg vinsæl lög á borð við The Loco-Motion, I Should Be So Lucky, Can"t Get You Out Of My Head, In Your Eyes og Slow, sem Emilíana Torrini samdi ásamt upptökustjóranum Mr. Dan. Var það tilnefnt til Grammy-verðlaunanna. Furtado vill ólm syngja dúett með Kylie Minogue. .
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira