Uppsprengt verð á minningartónleika Díönu 14. desember 2006 17:30 Vilhjálmur prins verður væntanlega ekki ánægður með svartamarkaðsbraskarana sem eru að reyna að græða á minningartónleikum um móður hans. Góðgerðartónleikar til minningar um Díönu prinsessu eru þegar orðnir að fórnarlambi svartamarkaðsbraskara sem nú selja miða á uppsprengdu verði. Samkvæmt fréttavef BBC voru miðar á tónleikana þegar boðnir til sölu á eBay áður en miðarnir voru boðnir til sölu. Eftir því sem BBC kemst næst hafa miðar sem keyptir voru á 45 pund eða rúmar sex þúsund krónur verið seldir á fimmföldu verði en uppselt varð á tónleikana aðeins nokkrum mínútum eftir að miðasala hófst. Talsmenn eBay urðu þessa strax varir og sökum hvers sé verið að minnast hafa stjórnendur uppboðsvefjarins ákveðið að loka öllum tenglum sem vísa á svarta miða. „Fyrirtækið vill ekki sverta minningu Díönu prinsessu heldur frekar gera sitt til að halda minningu hennar á lofti. Því hefur verið ákveðið að banna sölu á vef eBay," sagði talsmaður fyrirtækisins. Synir Díönu, prinsarnir Vilhjálmur og Harry, tilkynntu um tónleikana fyrr í þessari viku og sögðu í samtali við fjölmiðla að tónleikarnir ættu að vera afmælisgjöf til móður þeirra. Á næsta ári verða tíu ár liðin síðan Díana dó í bílslysi í París. „Við viljum halda tónleika sem eru fullir af orku og gleði, rétt eins og mamma hefði ábyggilega viljað." Samkvæmt vef BBC voru allar símalínur rauðglóandi þegar sala á miðum hófst í gær klukkan níu að staðartíma en fleiri verða settir í sölu á nýju ári. Meðal þeirra sem koma fram eru Duran Duran, Elton John, Pharrell Williams og Joss Stone en tónleikarnir verða á nýja Wembley-leikvanginum 1. júlí. Díana Prinsessa allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar góðs málefnis sem prinsessan studdi með ráðum og dáðum . Duran Duran hljómsveitin goðsagnakennda ætlar að spila á minningartónleikunum. . Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Góðgerðartónleikar til minningar um Díönu prinsessu eru þegar orðnir að fórnarlambi svartamarkaðsbraskara sem nú selja miða á uppsprengdu verði. Samkvæmt fréttavef BBC voru miðar á tónleikana þegar boðnir til sölu á eBay áður en miðarnir voru boðnir til sölu. Eftir því sem BBC kemst næst hafa miðar sem keyptir voru á 45 pund eða rúmar sex þúsund krónur verið seldir á fimmföldu verði en uppselt varð á tónleikana aðeins nokkrum mínútum eftir að miðasala hófst. Talsmenn eBay urðu þessa strax varir og sökum hvers sé verið að minnast hafa stjórnendur uppboðsvefjarins ákveðið að loka öllum tenglum sem vísa á svarta miða. „Fyrirtækið vill ekki sverta minningu Díönu prinsessu heldur frekar gera sitt til að halda minningu hennar á lofti. Því hefur verið ákveðið að banna sölu á vef eBay," sagði talsmaður fyrirtækisins. Synir Díönu, prinsarnir Vilhjálmur og Harry, tilkynntu um tónleikana fyrr í þessari viku og sögðu í samtali við fjölmiðla að tónleikarnir ættu að vera afmælisgjöf til móður þeirra. Á næsta ári verða tíu ár liðin síðan Díana dó í bílslysi í París. „Við viljum halda tónleika sem eru fullir af orku og gleði, rétt eins og mamma hefði ábyggilega viljað." Samkvæmt vef BBC voru allar símalínur rauðglóandi þegar sala á miðum hófst í gær klukkan níu að staðartíma en fleiri verða settir í sölu á nýju ári. Meðal þeirra sem koma fram eru Duran Duran, Elton John, Pharrell Williams og Joss Stone en tónleikarnir verða á nýja Wembley-leikvanginum 1. júlí. Díana Prinsessa allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar góðs málefnis sem prinsessan studdi með ráðum og dáðum . Duran Duran hljómsveitin goðsagnakennda ætlar að spila á minningartónleikunum. .
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira