Tónlist

Þau fóru á­fram í úr­slit söngva­keppninnar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Frá vinstri: Ágúst, Stebbi Jak og VÆB
Frá vinstri: Ágúst, Stebbi Jak og VÆB Mummi Lú

Stefán Jakobsson, Ágúst og hljómsveitin VÆB komust í kvöld áfram í úrslit söngvakeppninnar sem fara fram laugardaginn 22. febrúar.

Fyrra undanúrslitakvöldið var í kvöld og seinni undanúrslitin fara fram laugardaginn 15. febrúar.

Fimm atriði voru á dagskrá í kvöld:

Bía með lagið Norðurljós

Ágúst Þór með lagið Eins og þú

Birgitta Ólafsdóttir með lagið Ég flýg í storminn

Stebbi Jak með lagið frelsið mitt

Bræðurnir í hljómsveitinni VÆB með lagið Róa.

Úrslitin voru ákveðin með símakosningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.