Miklar sveiflur á 365 og Teymi 15. desember 2006 06:45 Gengi hlutabréfa í Teymi og 365, sem mynduðu stærstan hluta af fjárfestingafélaginu Dagsbrún, er komið upp fyrir það verð sem var á bréfum félaganna þegar Dagsbrún var skipt upp í lok nóvember. Gengi á bréfum Teymis hefur hækkað um níu prósent frá skiptingunni en um sex prósent hjá 365, útgefanda Fréttablaðsins. Heildarvirði Dagsbrúnar var ríflega 27,5 milljarðar við uppstokkunina en verðmæti Teymis og 365 er nú rúmlega tveimur milljörðum meira. Miklar sveiflur hafa verið á gengi nýju félaganna, einkum 365. Í gær stóð gengi 365 í 4,87 krónum á hlut, sem er yfir fjörutíu prósenta hækkun frá lokum nóvember þegar gengið fór í lægsta gildi. Þá hafði félagið fallið um fjórðung frá uppskiptingu Dagsbrúnar. Þá hækkuðu bréf í Teymi um rúm sex prósent í gær og alls um átján prósent frá 30. nóvember þegar bréf Teymis botnuðu. Nokkrar ástæður kunna að liggja að baki þessum viðsnúningi. Hvað 365 varðar voru gerðir kaupréttarsamningar við lykilstjórnendur á genginu 3,44 í byrjun desember. Auk þess keyptu Baugur Group, stærsti hluthafinn í 365, og Fons eignarhaldsfélag, annar stór eigandi, bréf um svipað leyti. Félögin sjálf hafa keypt eigin bréf til að mæta skuldbindingum vegna kaupréttarsamninga sem kann að hafa leitt til fyrrgreindra verðhækkana. Samningur Ara Edwald, forstjóra 365, um kaup á 23,8 milljónum hluta á genginu 3,44 til næstu þriggja ára, hefur hækkað um 34 milljónir króna í virði. Þá hefur verið greint frá því að þrettán lykilstjórnendur Teymis hafi fengið kauprétt að 175 milljónum hluta á genginu 4,45 til næstu þriggja ára. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, fær rétt til að kaupa áttatíu milljónir hluta á umræddu gengi og nemur heildarvirði samningsins 356 milljónum króna. Miðað við gengi gærdagsins hefur þessi samningur aukist um 44 milljónir króna að verðmæti. Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Teymi og 365, sem mynduðu stærstan hluta af fjárfestingafélaginu Dagsbrún, er komið upp fyrir það verð sem var á bréfum félaganna þegar Dagsbrún var skipt upp í lok nóvember. Gengi á bréfum Teymis hefur hækkað um níu prósent frá skiptingunni en um sex prósent hjá 365, útgefanda Fréttablaðsins. Heildarvirði Dagsbrúnar var ríflega 27,5 milljarðar við uppstokkunina en verðmæti Teymis og 365 er nú rúmlega tveimur milljörðum meira. Miklar sveiflur hafa verið á gengi nýju félaganna, einkum 365. Í gær stóð gengi 365 í 4,87 krónum á hlut, sem er yfir fjörutíu prósenta hækkun frá lokum nóvember þegar gengið fór í lægsta gildi. Þá hafði félagið fallið um fjórðung frá uppskiptingu Dagsbrúnar. Þá hækkuðu bréf í Teymi um rúm sex prósent í gær og alls um átján prósent frá 30. nóvember þegar bréf Teymis botnuðu. Nokkrar ástæður kunna að liggja að baki þessum viðsnúningi. Hvað 365 varðar voru gerðir kaupréttarsamningar við lykilstjórnendur á genginu 3,44 í byrjun desember. Auk þess keyptu Baugur Group, stærsti hluthafinn í 365, og Fons eignarhaldsfélag, annar stór eigandi, bréf um svipað leyti. Félögin sjálf hafa keypt eigin bréf til að mæta skuldbindingum vegna kaupréttarsamninga sem kann að hafa leitt til fyrrgreindra verðhækkana. Samningur Ara Edwald, forstjóra 365, um kaup á 23,8 milljónum hluta á genginu 3,44 til næstu þriggja ára, hefur hækkað um 34 milljónir króna í virði. Þá hefur verið greint frá því að þrettán lykilstjórnendur Teymis hafi fengið kauprétt að 175 milljónum hluta á genginu 4,45 til næstu þriggja ára. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, fær rétt til að kaupa áttatíu milljónir hluta á umræddu gengi og nemur heildarvirði samningsins 356 milljónum króna. Miðað við gengi gærdagsins hefur þessi samningur aukist um 44 milljónir króna að verðmæti.
Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira