Tónlist

Plata Larsens uppfull af spilagleði

Tónlistarmaðurinn Kim Larsen hefur gefið út fjölda platna á undanförnum áratugum.
Tónlistarmaðurinn Kim Larsen hefur gefið út fjölda platna á undanförnum áratugum.

Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen hefur gefið út sína sjöttu plötu í tæp sex ár með hljómsveit sinni Kjukken.

Platan nefnist Gammel Hankat og hefur að geyma sautján lög sem voru tekin upp af Poul Bruun. Platan er sögð uppfull af spilagleði þar sem gætir ýmissa áhrifa, meðal annars frá Bítlunum, Rolling Stones og Led Zeppelin.

Um fjörutíu ár eru liðin síðan Kim Larsen kom fyrst fram á sjónarsviðið í Danmörku og 25 ár síðan hljómsveit hans, Gasolin, hætti störfum. Síðan þá hefur Larsen gefið út yfir tuttugu plötur undir eigin nafni við miklar vinsældir í heimalandi sínu.

Plötur Kim Larsen & KjukkenKim Larsen & Kjukken (1996)

Luft under vingerne (1998)

Weekend Musik (2001)

Sange fra Glemmebogen (2001)

Det var en torsdag aften (tónleikplata 2002)

7-9-13 (2003)

Glemmebogen – Jul & Nytår (2004)

Gammel hankat (2006)





Fleiri fréttir

Sjá meira


×