Tónlist

Unaðstónar á aðventu

Karlakór Reykjavíkur fagnar aðventunni í Hallgrímskirkju.
Karlakór Reykjavíkur fagnar aðventunni í Hallgrímskirkju.

Karlakór Reykjavíkur heldur sína árlegu aðventutónleika í Hallgrímskirkju um helgina, tvennir tónleikar verða í dag og einir til á morgun. Kórinn söng á sínum fyrstu tónleikum á aðventu árið 1993 og eru þeir orðnir ómissandi viðburður í hugum fjölmargra Íslendinga enda hafa þeir verið haldnir árlega hin síðari ár.

Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er Gissur Páll Gissurar­son tenór sem stundað hefur söngnám á Ítalíu.

Lenka Matéóva mun leika á orgel auk þess sem trompetleikararnir Ásgeir Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson koma fram með kórnum.

Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson. Miðaverð er kr. 2.500 og eru miðar seldir í Pennanum í Kringlunni og verslunum Eymundsson í Austurstræti og í Smáralind auk þess sem hægt er að kaupa miða í Hallgrímskirkju fyrir tónleikana. Fyrri tónleikarnir í dag hefjast kl. 16 og hinir síðari kl. 22.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.