Einkakostun opinberra verkefna 18. desember 2006 05:00 Á undanförnum árum hefur einkakostun ýmiss konar opinberra verkefna rutt sér mjög til rúms. Það er eðlileg þróun og alþekkt með öðrum þjóðum. Engin ástæða er til að ætla að nokkur hlutur hafi gerst í þeim efnum sem ekki samrýmist góðum stjórnsýsluháttum. En hér er þó gjarnan um að ræða viðfangsefni sem fjárveitingavaldið hefur ekki tekið afstöðu til með beinum hætti. Þau fela yfirleitt í sér samstarf um greiðslu kostnaðar við ákveðna þætti einstakra verkefna eða viðvarandi starfsemi. Eftir því sem umfang kostunar einkaaðila á opinberum verkefnum eykst kemur upp þörf á að um fyrirbæri af þessu tagi gildi ákveðnar verklagsreglur. Þær eru æskilegar til þess að tryggja gegnsæi og óhlutdrægni. Aðalatriðið er að um slíkt samstarf ríkis og einkaaðila gildi skýrar reglur vandaðrar stjórnsýslu. Sendiráðin hafa árum saman átt góða samvinnu við einkafyrirtæki um þátttöku í kostnaði við margvísleg verkefni. Óhætt er að fullyrða að kynningarstarf þeirra væri svipur hjá sjón ef þessum aðferðum væri ekki beitt. Það er ekki síst á sviði menningarmála sem þáttabundin einkakostun hefur átt sér stað. Engum vafa er undirorpið að það hefur reynst lyftistöng fyrir menningarlífið bæði heima fyrir og á erlendum vettvangi. Gott dæmi þar um er að Listasafn Íslands gat með slíku móti fellt niður aðgangseyri og gert safnið aðgengilegra fyrir almenning. Ráðuneytin sjálf eiga stundum hlut að máli. Það hefur reyndar einnig gerst að ráðherra hafi hafnað tilboði um þáttabundna einkakostun vísindarannsókna af ótta við að auglýsingagildi hennar gæti rýrt trúverðugleika viðfangsefnisins. Vera má að skýrar reglur gætu auðveldað slíkt mat í framtíðinni. Forsetaembættið hefur í vaxandi mæli farið leið þáttabundinnar einkakostunar til þess að standa straum af kostnaði við bæði félags- og menningarlega metnaðarfull viðfangsefni. Þessi háttur hefur sannarlega aukið svigrúm þess til að láta gott af sér leiða án atbeina fjárveitingavaldsins. Þegar á heildina er litið getur eigi að síður verið ástæða til að meta hvort rétt er að setja ákveðin formskilyrði viðvíkjandi ákvarðanir um samstarfsverkefni af þessu tagi. Aukheldur er æskilegt að ákveða með hvaða hætti kostnaður er bókfærður þannig að unnt sé að sjá hann í heild varðandi einstök viðfangsefni og sýna heildarumfang einkakostunar í ríkisrekstrinum. Einnig getur verið eðlilegt að kanna hvort setja eigi samstarfi af þessu tagi einhver mörk. Til að mynda þarf að huga að því hvort einhver embætti eða viðfangsefni séu þess eðlis að þau eigi alfarið að kosta af opinberu fé. Rétt er að eftirlitsskylda Alþingis og Ríkisendurskoðunar sé skýr með slíkum samstarfsverkefnum rétt eins og öðrum verkefnum sem framkvæmdavaldið ber stjórnskipulega ábyrgð á.Í því ljósi væri ekki úr vegi að forsætisnefnd Alþingis eða fjárlaganefnd þess fæli Ríkisendurskoðun að gera tillögur um verklagsreglur eða lagaumgjörð. Tilgangurinn á ekki að vera sá að hefta þessa þróun heldur finna henni góðan stjórnsýslufarveg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór
Á undanförnum árum hefur einkakostun ýmiss konar opinberra verkefna rutt sér mjög til rúms. Það er eðlileg þróun og alþekkt með öðrum þjóðum. Engin ástæða er til að ætla að nokkur hlutur hafi gerst í þeim efnum sem ekki samrýmist góðum stjórnsýsluháttum. En hér er þó gjarnan um að ræða viðfangsefni sem fjárveitingavaldið hefur ekki tekið afstöðu til með beinum hætti. Þau fela yfirleitt í sér samstarf um greiðslu kostnaðar við ákveðna þætti einstakra verkefna eða viðvarandi starfsemi. Eftir því sem umfang kostunar einkaaðila á opinberum verkefnum eykst kemur upp þörf á að um fyrirbæri af þessu tagi gildi ákveðnar verklagsreglur. Þær eru æskilegar til þess að tryggja gegnsæi og óhlutdrægni. Aðalatriðið er að um slíkt samstarf ríkis og einkaaðila gildi skýrar reglur vandaðrar stjórnsýslu. Sendiráðin hafa árum saman átt góða samvinnu við einkafyrirtæki um þátttöku í kostnaði við margvísleg verkefni. Óhætt er að fullyrða að kynningarstarf þeirra væri svipur hjá sjón ef þessum aðferðum væri ekki beitt. Það er ekki síst á sviði menningarmála sem þáttabundin einkakostun hefur átt sér stað. Engum vafa er undirorpið að það hefur reynst lyftistöng fyrir menningarlífið bæði heima fyrir og á erlendum vettvangi. Gott dæmi þar um er að Listasafn Íslands gat með slíku móti fellt niður aðgangseyri og gert safnið aðgengilegra fyrir almenning. Ráðuneytin sjálf eiga stundum hlut að máli. Það hefur reyndar einnig gerst að ráðherra hafi hafnað tilboði um þáttabundna einkakostun vísindarannsókna af ótta við að auglýsingagildi hennar gæti rýrt trúverðugleika viðfangsefnisins. Vera má að skýrar reglur gætu auðveldað slíkt mat í framtíðinni. Forsetaembættið hefur í vaxandi mæli farið leið þáttabundinnar einkakostunar til þess að standa straum af kostnaði við bæði félags- og menningarlega metnaðarfull viðfangsefni. Þessi háttur hefur sannarlega aukið svigrúm þess til að láta gott af sér leiða án atbeina fjárveitingavaldsins. Þegar á heildina er litið getur eigi að síður verið ástæða til að meta hvort rétt er að setja ákveðin formskilyrði viðvíkjandi ákvarðanir um samstarfsverkefni af þessu tagi. Aukheldur er æskilegt að ákveða með hvaða hætti kostnaður er bókfærður þannig að unnt sé að sjá hann í heild varðandi einstök viðfangsefni og sýna heildarumfang einkakostunar í ríkisrekstrinum. Einnig getur verið eðlilegt að kanna hvort setja eigi samstarfi af þessu tagi einhver mörk. Til að mynda þarf að huga að því hvort einhver embætti eða viðfangsefni séu þess eðlis að þau eigi alfarið að kosta af opinberu fé. Rétt er að eftirlitsskylda Alþingis og Ríkisendurskoðunar sé skýr með slíkum samstarfsverkefnum rétt eins og öðrum verkefnum sem framkvæmdavaldið ber stjórnskipulega ábyrgð á.Í því ljósi væri ekki úr vegi að forsætisnefnd Alþingis eða fjárlaganefnd þess fæli Ríkisendurskoðun að gera tillögur um verklagsreglur eða lagaumgjörð. Tilgangurinn á ekki að vera sá að hefta þessa þróun heldur finna henni góðan stjórnsýslufarveg.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun