Tónlist

Uppselt á styrktartónleikana í kvöld

Bubbi Morthens er einn þeirra listamanna sem gefa vinnu sína til styrktar krabbameinssjúkum börnum á styrktartónleikunum í Háskólabíói í kvöld.
Bubbi Morthens er einn þeirra listamanna sem gefa vinnu sína til styrktar krabbameinssjúkum börnum á styrktartónleikunum í Háskólabíói í kvöld. MYND/PB

Uppselt er á tónleikana til styrktar krabbameinssjúkum börnum sem fram fara í Háskólabíói í kvöld. Tónleikarnir eru árlegur viðburður og eru nú haldnir í áttunda skipti. Síðustu miðarnir seldust um hádegið í gær, en aldrei áður mun hafa orðið uppselt á tónleikana svo snemma.

Einar Bárðarson, einn skipuleggjenda tónleikanna, kveðst ákaflega ánægður með þetta og afar þakklátur, en hann hefur komið að tónleikunum frá því að þeir hófu göngu sína.

Einar Bárðarson hefur komið að skipulagningu viðburðarins frá upphafi og er að vonum ánægður með að uppselt sé á tónleikana.

Rjómi íslenskra tónlistarmanna kemur fram í Háskólabíói í kvöld, en þar á meðal eru Bubbi Morth-ens, Páll Óskar, Garðar Thór Cortes, Nylon og Á móti sól. Allir sem koma fram á tónleikunum, eða koma að undirbúningi þeirra, gefa vinnu sína eins og undanfarin ár. Tónleikarnir hefjast klukkan sex.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×