Innlent

Báðust afsökunar

Mynd Jóns af sjúkrabílnum
Jón Björgvinsson myndatökumaður tók mynd af sjúkrabíl sem hafði lent í sprengjuárás Ísraelsmanna í stríðinu í Líbanon. Hann hefur verið sakaður um að hafa falsað myndina.
Mynd Jóns af sjúkrabílnum Jón Björgvinsson myndatökumaður tók mynd af sjúkrabíl sem hafði lent í sprengjuárás Ísraelsmanna í stríðinu í Líbanon. Hann hefur verið sakaður um að hafa falsað myndina. MYND/Jón Björgvinsson

Jón Björgvinsson, myndatökumaður í Líbanon, segir fjarri lagi að myndatökumenn erlendra fréttastofa eða hann sjálfur falsi myndir af átakasvæðum í Líbanon en fréttastofur hafa verið gagnrýndar fyrir að falsa fréttaflutning og myndir úr stríðinu.

Jón hefur verið í sex vikur við myndatökur fyrir erlendar fréttastofur af stríðinu. Hann tók meðal annars myndir af tveimur sjúkrabílum sem Ísraelsmenn höfðu gert sprengjuárásir á. Gat er á þakinu á öðrum bílnum eftir sprengikúlu. Ísraelsmenn og stuðningsmenn þeirra hafa haldið því fram að myndin sé fölsuð, gatið sé alls ekki eftir sprengikúlu heldur bara eftir lofttúðuna sem var í þakinu á bílnum. "Það er rétt að það á að vera lofttúða í þakinu en hún splundraðist þegar sprengjan féll á bílinn," segir hann.

Jón segir að Ísraelsmenn hafi beðist afsökunar á árásinni þó að ekki hafi þeir gert það skriflega. "Þetta var mjög hörmulegur atburður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×