Viðskipti erlent

Olíufundur lækkar olíuverð

Olíuborpallur olíufélagsins Devon Energy við Mexíkóflóa.
Olíuborpallur olíufélagsins Devon Energy við Mexíkóflóa. Mynd/AP

Verð á hráolíu lækkaði í rafrænum viðskiptum á helstu mörkuðum í dag og fór undir 68 dali á tunnu. Helsta ástæða lækkunarinnar er tilkynning frá þremur olíufyrirtækjum í gær að tilraunaboranir á djúpsævi við Mexíkóflóa hafi skilað góðum árangri. Sérfræðingar þetta stærsta olíufund í mannsaldur.

Hráolíuverðið lækkaði um 37 sent í kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum og fór í 68,27 bandaríkjadali á tunnu. Þá lækkaði verðið á Norðursjávarolíu um 16 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 67,37 dali á tunnu.

Að sögn olíufélaganna, Chevron, Devon Energy og hið norska Statoil, er vonast til að hægt verði að dæla á bilinu frá 3 til 15 milljörðum tunna af svæðinu. Reynist jafn mikil olía á svæðinu og vonir standa til verður hægt að tvöfalda olíubirgðir í Bandaríkjunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×