Innlent

Hátt á 20 strætisvagnar ekki í notkun

Mynd/Pjetur

Hátt á tuttugu strætisvagnar Strætó bs. standa óhreyfðir þessa dagana vegna niðurfellingu strætóferða á tíu mínútna fresti. Aðstoðarframkvæmdastjóri Strætó bs. segir að vagnarnir muni með tíð og tíma leysa þá eldri af.

Strætó bs. kynnti í nýtt leiðarkerfi í júlí á síðasta ári. Hraðleiðir og ferðir á tíu mínútna fresti á morgnanna og síðdegis voru meðal þeirra nýjunga sem þá voru kynntar en fjölga þurfti vögnum vegna þessa. Þegar sumaráætlun tók gildi í júní var hraðleið s5 felld niður og umræddar ferðir. Ferðirnar voru fyrst og fremst hugsaðar yfir vetrarmánuðina þegar skólafólk nýtti strætó hvað mest. Þegar vetraráætun tók gildi 26. ágúst síðastliðinn var ljóst að þessar breytingar væru varanlegar, farþegum strætó bs til mis mikillar ánægju líkt og við höfum greint frá. Aðstoðarframkvæmdarstjóri strætó bs segir að ferðirnar á tíu mínútna fresti hafi ekki komið eins vel út eins og efni stóðu til og því var ákveðið að hætta með þær ferðir. Vegna breytinganna standa nú hátt á tuttugu vagnar óhreyfðir í höfuðstöðvum Strætó að Kirkjusandi en það muni flýta fyrir endurnýjun flotans fyrr en ráðgert var.

Strætó bs. hefur verið rekið með halla á síðustu árum og því vaknar óneitanlega upp sú spurning: af hverju ekki að selja vagnana?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×