Tiger Woods kylfingur ársins hjá PGA

Sigur Tiger Woods á Deutsche Bank mótinu um helgina tryggði það að hann vann sér nafnbótina kylfingur ársins á PGA enn eitt árið, en titilinn hlýtur sá kylfingur sem rakað hefur inn flestum stigum á mótum ársins. Þetta er í áttunda skipti á tíu árum Woods á mótaröðinni sem hann vinnur stigatitilinn, en aðeins þeir Mark O'Meara árið 1998 og Vijay Singh árið 2004 hafa náð að skáka snillingnum á þeim tíma.