Körfubolti

Lisa Leslie verðmætasti leikmaðurinn

Lisa Leslie var kjörin verðmætasti leikmaður deildarinnar árin 2001, 2004 og nú 2006.
Lisa Leslie var kjörin verðmætasti leikmaður deildarinnar árin 2001, 2004 og nú 2006. NordicPhotos/GettyImages

Lisa Leslie var á sunnudag valin verðmætasti leikmaðurinn í amerísku kvennadeildinni í körfubolta í þriðja sinn á ferlinum. Leslie leikur með Los Angeles Sparks og var þetta í þriðja sinn á ferlinum sem hún vinnur þessi verðlaun, en aðeins Sheryl Swoopes hjá Houston Comets hefur unnið verðlaunin jafn oft. Leslie skoraði 20 stig að meðaltali í leik í sumar og leiddi deildina í stigum og fráköstum.

Leslie er þrefaldur Ólympíumeistari með kvennaliði Bandaríkjanna og varð í vetur fyrsti leikmaðurinn til að skora yfir 5000 stig í tíu ára sögu kvennadeildarinnar. Hún er ef til vill frægust fyrir það að verða fyrsta konan til að troða í leik í kvennakörfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×