Innlent

Nafnaskipti fyrirtækja

Rótgróin íslensk fyrirtæki sem hasla sér völl á erlendum markaði þurfa í síauknum mæli að leggja gamla nafninu og búa til nýtt. Flest nöfn sem finna má í orðabókum eru frátekin.

SÍF skipti nýverið um nafn og heitir nú Alfesca, Pharmaco og dótturfyrirtæki urðu að Actavis og fyrir skömmu varð Íslandsbanki að Glitni. Pharmanor varð Vistor, NoName varð Rifka og nú síðast varð IMG að Capacent. Það gerðist í kjölfar þess að IMG keypti ráðgjafadeild út úr öðru fyrirtæki í Danmörku. IMG reyndist vera verndað nafn í Danmörku og því ekki hægt fara inn á markaðinn með það nafn. Því setti IMG sig í samband við fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að finna ný nöfn og farið var í að leita að orðum sem fyrirtækið stendur fyrir.

Lovísa Jónsdóttir vörumerkjasérfræðingur hjá Árnason factor segir flókið mál að finna ný nöfn á fyrirtæki. Ganga þarf úr skugga um að þau séu ekki þegar á fyrirtækjaskrám, skráð sem vörumerki og mikilvægt er að lénið sé ekki upptekið hjá rótarlénum eins og .com .org og fleirum. Til dæmis eru nöfn eins og Embla, Saga, Edda og Geysir mjög vinsæl og margskráð vörumerki og því verða fyrirtæki að finna sér nýtt nafn til að skapa sér auðkenni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×