Innlent

Hagnaður FL Group um 12 milljarðar króna

Mynd/Vísir

FL Group hefur selt tæplega 17 prósenta hlut sinn í lággjaldaflugfélaginu easyJet fyrir um það bil þrjátíu milljarða króna. Félagið hagnast um 12 milljarða miðað við kaupverð bréfanna á sínum tíma.

Verð á bréfunum hefur lækkað nokkuð eftir að neikvæð umræða um íslenskt efnahagslíf hófst, en áður en það kom til höfðu talsmenn FL Gropu látið í veðri vaka að félagið hefði áhuga á að eignast meirihluta í easyJet. Reyndar var stofnandi félagsins og aðaleigandi þess andvígur því og samdi meðal annars við ráðgjafafyrirtæki nýverið til þess að verjast því að svo færi. Gengi á bréfufm í easyJet fór hæst síðla árs í fyrra og hefði FL Group hagnast um að minnstakoksti tvo milljarð aí viðbót, ef það hefði selt bréfin þá. En þrátt fyrir allt er söluhagnaður af þessum viðskiptum einhver sá mesti í sögu íslenskra fyrirtækja. Breskir fjölmiðlar gera því skóna í morgun að þetta sé til marks um að íslensksir fjárfestar séu farnir að draga saman seglin, en þær fréttir berast hinsvegar úr herbúðum FL Group að félagið hafi aukið hlut sinn í Finnair up í rúm tíu prósent, en sá eignarhlutur er metinn á rúma tíu milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×