Federer fór létt með Blake 19. nóvember 2006 13:30 Það fór vel á með þeim Federer og Blake eftir úrslitin sem lauk nú í hádeginu. Getty Images Roger Federer frá Sviss bætti enn einum titlinum í safn sitt nú í hádeginu þegar hann sigraði Bandaríkjamanninn James Blake í úrslitum Meistaramótsins í Shanghai. Federer hafði mikla yfirburði og sigraði í þremur lotum, 6-0, 6-3 og 6-4. Þetta var tólfti titill Federer á tímabilinu og hans 16 úrslitaleikur en alls hefur hann tekið þátt í 17 mótum á tímabilinu. Hann hefur því aðeins einu sinni mistekist að komast í úrslit þeirra móta sem hann hefur tekið þátt í á tímabilinu. Federer er af mörgum talinn besti tennisspilari sem uppi hefur verið. "Þetta er hinn fullkomni endir á ótrúlegu tímabili," sagði Federer eftir að sigurinn var í höfn en sigurlaunin voru rúmlega 100 milljónir króna. "Ég held að ég hefði ekki getað náð betri árangri í ár," bætti hann við. Federer hefur verið á toppi heimslistans frá því í febrúar 2004, í alls 143 vikur. Honum vantar aðeins nokkrar vikur í að ná meti Jimmy Connors, sem á sínum tíma sat í 160 vikur í röð í toppsætinu. Nánast öruggt er að Federer slær það met. "Ef ég næ því yrði það einn mesti sigur minn á ferlinum. Ég bíð eftir deginum sem ég næ meti Connor en ég bíð rólegur þangað til," sagði Federer. Blake hafði varla lýsingarorð eftir úrslitaviðureignina til að segja frá yfirburðum Federer. "Hann er of góður, hinn fullkomni spilari. Það er líka ótrúlegt hvað hann spilar vel í úrslitaleikjum. Ég átti aldrei möguleika," sagði Blake auðmjúkur. Erlendar Íþróttir Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sjá meira
Roger Federer frá Sviss bætti enn einum titlinum í safn sitt nú í hádeginu þegar hann sigraði Bandaríkjamanninn James Blake í úrslitum Meistaramótsins í Shanghai. Federer hafði mikla yfirburði og sigraði í þremur lotum, 6-0, 6-3 og 6-4. Þetta var tólfti titill Federer á tímabilinu og hans 16 úrslitaleikur en alls hefur hann tekið þátt í 17 mótum á tímabilinu. Hann hefur því aðeins einu sinni mistekist að komast í úrslit þeirra móta sem hann hefur tekið þátt í á tímabilinu. Federer er af mörgum talinn besti tennisspilari sem uppi hefur verið. "Þetta er hinn fullkomni endir á ótrúlegu tímabili," sagði Federer eftir að sigurinn var í höfn en sigurlaunin voru rúmlega 100 milljónir króna. "Ég held að ég hefði ekki getað náð betri árangri í ár," bætti hann við. Federer hefur verið á toppi heimslistans frá því í febrúar 2004, í alls 143 vikur. Honum vantar aðeins nokkrar vikur í að ná meti Jimmy Connors, sem á sínum tíma sat í 160 vikur í röð í toppsætinu. Nánast öruggt er að Federer slær það met. "Ef ég næ því yrði það einn mesti sigur minn á ferlinum. Ég bíð eftir deginum sem ég næ meti Connor en ég bíð rólegur þangað til," sagði Federer. Blake hafði varla lýsingarorð eftir úrslitaviðureignina til að segja frá yfirburðum Federer. "Hann er of góður, hinn fullkomni spilari. Það er líka ótrúlegt hvað hann spilar vel í úrslitaleikjum. Ég átti aldrei möguleika," sagði Blake auðmjúkur.
Erlendar Íþróttir Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sjá meira