Innlent

Framlög til Félags Sameinuðu þjóðanna aukin

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra.
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra.

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, tilkynnti um aukin framlög ríkisins til Félags Sameinuðu þjóðanna á sérstakri afmælishátíð í dag.

Ísland fagnar í dag 60 ára aðildarafmæli að Sameinuðu þjóðunum. Samningur um aukin framlög var undirritaður í dag og er gildistími hans þrjú ár, það er frá árinu 2007 til ársins 2009. Árlegur styrkur til félagsins eykst um rúmar þrjár milljónir króna. Styrkurinn var 900.000 krónur í ár en verður, frá og með næsta ári, fjórar milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×