Innlent

Ríflega 2500 höfðu kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar kl. 13.30

Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík.

2502 höfðu kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík klukkan hálftvö, þar af 1087 utan kjörfundar. Prófkjörið fer fram í dag og er kosið í félagsheimili Þróttar í Laugardal. Kjörfundur hófst klukkan tíu og stendur til sex og er búist við fyrstu tölum fljótlega eftir það.

Kosið er um átta efstu sætin og bjóða fimmtán manns sig fram, þar á meðal allir átta sitjandi þingmenn Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Rétt til þátttöku í prófkjörinu hafa allir félagsmenn í Samfylkingunni sem eiga lögheimili í Reykjavík og jafnframt þeir sem undirrita stuðningsyfirlýsingu við flokkinn og eiga lögheimili í Reykjavík.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×