Meiri þátttakendur í erlendu atvinnulífi en nokkurt hinna Norðurlandanna 28. desember 2006 07:45 Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar Þórður telur að fyrirtækjum sem geri upp reikninga sína í erlendri mynt muni fjölga. Umræða um að skráð fyrirtæki í Kauphöllinni taki upp evru mun einnig ágerast. Andbyr og árangur einkenna árið 2006. Mikill andbyr setti svip sinn á viðskipta- og fjármálalífið framan af ári en þegar árið er gert upp fer ekki á milli mála að góður árangur náðist. Til marks um það er framhald útrásar, ágæt afkoma og þegar á allt er litið hagstæð þróun hlutabréfamarkaðar. Við höfum einfaldlega haldið okkar striki þrátt fyrir „danskan" bölmóð. Íslenskir fjárfestar virðast hafa keypt erlend fyrirtæki í nær sama mæli á árinu og næstu árin á undan ef tekið er mið af fjárfestingum skráðra félaga í Kauphöll Íslands. Á þennan mælikvarða hefur alþjóðavæðingin verðið einstök. Nú eru Íslendingar meiri þátttakendur í erlendu atvinnulífi en nokkurt hinna Norðurlandanna. Bein fjármunaeign Íslendinga erlendis nam um 65% af landsframleiðslu fyrir ári og við hana bættist töluvert á þessu ári. Á hinum Norðurlöndunum er umrætt hlutfall á bilinu 40-60%. Þetta hlutfall var innan við 10% á Íslandi fyrir fimm árum. Erlendir fjárfestar hafa einnig sýnt íslenska markaðnum aukinn áhuga. Þetta kom meðal annars fram í nýlegum útboðum Kaupþings og Icelandair. Þá keypti norræna kauphallarsamstæðan OMX Kauphöll Íslands í lok ársins. Íslenski markaðurinn er því orðinn hluti af stærri heild sem felur í sér ný tækifæri. Við bætist að erlendum kauphallaraðilum fjölgaði og upplýsingasala um markaðinn jókst á erlendum vettvangi. Enginn vafi er á að þessi þróun alþjóðavæðingar mun halda áfram á næsta ári. Hún mun birtast í ýmsum myndum. Ein myndbirtingin verður án efa undanhald krónunnar. Fyrirtækjum sem gera upp reikninga sína í erlendri mynt mun fjölga og umræða um að skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands taki upp evru mun ágerast. Krónan mun því eiga undir högg að sækja á árinu sem fer í hönd. Ögrandi verkefni er fram undan á sviði hagstjórnar. Koma þarf traustum böndum á verðbólgu og ná betra jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd. Þetta er krefjandi verkefni en um leið skemmtilegt, ólíkt skemmtilegra en að kljást við hagvaxtardoða og atvinnuleysi, eins og er hlutskipti margra þjóða. Við búum við góð skilyrði til að sækja fram og getum hæglega haldið okkar striki ef við stöndum skynsamlega að málum. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Andbyr og árangur einkenna árið 2006. Mikill andbyr setti svip sinn á viðskipta- og fjármálalífið framan af ári en þegar árið er gert upp fer ekki á milli mála að góður árangur náðist. Til marks um það er framhald útrásar, ágæt afkoma og þegar á allt er litið hagstæð þróun hlutabréfamarkaðar. Við höfum einfaldlega haldið okkar striki þrátt fyrir „danskan" bölmóð. Íslenskir fjárfestar virðast hafa keypt erlend fyrirtæki í nær sama mæli á árinu og næstu árin á undan ef tekið er mið af fjárfestingum skráðra félaga í Kauphöll Íslands. Á þennan mælikvarða hefur alþjóðavæðingin verðið einstök. Nú eru Íslendingar meiri þátttakendur í erlendu atvinnulífi en nokkurt hinna Norðurlandanna. Bein fjármunaeign Íslendinga erlendis nam um 65% af landsframleiðslu fyrir ári og við hana bættist töluvert á þessu ári. Á hinum Norðurlöndunum er umrætt hlutfall á bilinu 40-60%. Þetta hlutfall var innan við 10% á Íslandi fyrir fimm árum. Erlendir fjárfestar hafa einnig sýnt íslenska markaðnum aukinn áhuga. Þetta kom meðal annars fram í nýlegum útboðum Kaupþings og Icelandair. Þá keypti norræna kauphallarsamstæðan OMX Kauphöll Íslands í lok ársins. Íslenski markaðurinn er því orðinn hluti af stærri heild sem felur í sér ný tækifæri. Við bætist að erlendum kauphallaraðilum fjölgaði og upplýsingasala um markaðinn jókst á erlendum vettvangi. Enginn vafi er á að þessi þróun alþjóðavæðingar mun halda áfram á næsta ári. Hún mun birtast í ýmsum myndum. Ein myndbirtingin verður án efa undanhald krónunnar. Fyrirtækjum sem gera upp reikninga sína í erlendri mynt mun fjölga og umræða um að skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands taki upp evru mun ágerast. Krónan mun því eiga undir högg að sækja á árinu sem fer í hönd. Ögrandi verkefni er fram undan á sviði hagstjórnar. Koma þarf traustum böndum á verðbólgu og ná betra jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd. Þetta er krefjandi verkefni en um leið skemmtilegt, ólíkt skemmtilegra en að kljást við hagvaxtardoða og atvinnuleysi, eins og er hlutskipti margra þjóða. Við búum við góð skilyrði til að sækja fram og getum hæglega haldið okkar striki ef við stöndum skynsamlega að málum.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira