Bubbi syngur með ungum rappara 28. desember 2006 09:30 Rapparinn Sævar Daníel kallar sig Poetrix og gefur út fyrstu plötu sína á næsta ári. MYND/Vilhelm „Hann sýndi á sér skemmtilega hlið, það er engin spurning. Ég er allavega ánægður með útkomuna og býst við að þetta eigi eftir að vekja nokkra athygli," segir Sævar Daníel Kolandavelu, rapparinn Poetrix, sem fékk sjálfan Bubba Morthens til að syngja í einu lagi á væntanlegri plötu sinni. Sævar segir að samstarf hans og Bubba hafi komið þannig til að hann hafi falast eftir búti úr einu laga hans til að nota á plötunni. Þegar hann leyfði Bubba að heyra útkomuna leist honum svo vel á rapparann unga að hann stakk upp á því að þeir ynnu meira saman. „Bubbi hefur aðallega verið eitthvað að væla um ástina síðustu ár en ég held að ég hafi náð honum í rétta gírnum í þessu lagi. Hann sýndi að hann hefur þetta enn þá," segir Sævar sem er 21 árs. Hann býst við því að plata sín komi út í mars eða apríl á næsta ári. Bubbi syngur í einu lagi hjá rapparanum Poetrix. Hann freistaðist ekki til að reyna fyrir sér í rappinu sjálfur. Bubbi var ánægður með samstarf sitt og Sævars þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Þetta er klár strákur sem er að gera flotta hluti. Það er ekki oft sem nýliðar koma upp og eru svona pólitískir, meðvitaðir og vilja tjá sig um hlutina í kringum sig," segir Bubbi og þylur upp frasa frá rapparanum Poetrix. Bubbi segir að hann hafi ekki freistast til að reyna fyrir sér í rappinu sjálfur. „Nei, enda er hann alveg fullfær um það sjálfur." Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Hann sýndi á sér skemmtilega hlið, það er engin spurning. Ég er allavega ánægður með útkomuna og býst við að þetta eigi eftir að vekja nokkra athygli," segir Sævar Daníel Kolandavelu, rapparinn Poetrix, sem fékk sjálfan Bubba Morthens til að syngja í einu lagi á væntanlegri plötu sinni. Sævar segir að samstarf hans og Bubba hafi komið þannig til að hann hafi falast eftir búti úr einu laga hans til að nota á plötunni. Þegar hann leyfði Bubba að heyra útkomuna leist honum svo vel á rapparann unga að hann stakk upp á því að þeir ynnu meira saman. „Bubbi hefur aðallega verið eitthvað að væla um ástina síðustu ár en ég held að ég hafi náð honum í rétta gírnum í þessu lagi. Hann sýndi að hann hefur þetta enn þá," segir Sævar sem er 21 árs. Hann býst við því að plata sín komi út í mars eða apríl á næsta ári. Bubbi syngur í einu lagi hjá rapparanum Poetrix. Hann freistaðist ekki til að reyna fyrir sér í rappinu sjálfur. Bubbi var ánægður með samstarf sitt og Sævars þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Þetta er klár strákur sem er að gera flotta hluti. Það er ekki oft sem nýliðar koma upp og eru svona pólitískir, meðvitaðir og vilja tjá sig um hlutina í kringum sig," segir Bubbi og þylur upp frasa frá rapparanum Poetrix. Bubbi segir að hann hafi ekki freistast til að reyna fyrir sér í rappinu sjálfur. „Nei, enda er hann alveg fullfær um það sjálfur."
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira