Sögur af konum - Ein stjarna 28. desember 2006 12:30 Vandaður flutningur á slöku efni Eru Selma og Hansa poppstjörnur? Selma var það vissulega. Báðar eru þær kraftmiklar söngkonur, ráða við blæbrigði í túlkun, geta auðveldlega tekist á við flutninginn í flóknum línum, falla ágætlega saman í tvísöng. Það safn sem hér er á ferðinni er sett saman á svipuðum nótum og diskur Ásgerðar Júníusdóttur fyrir fáum árum: lög kvenna við ljóð kvenna. Ekki slæm endurtekning á góðri hugmynd. En eru konur í bransanum nægilega margar til að geta komið saman þokkalegu og markverðu lagasafni? Hér eru vanar konur eins og Ingibjörg Þorbergs og Ragnhildur Gísladóttir. Anna Halldórsdóttir og Hera, Védís og Móeiður, Margrét Örnólfsdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir, og svo þær sjálfar, Selma á hér tvö lög og Hansa eitt. Ljóðin eru nær öll unnin af mikilli fátækt og er þeim er stillt upp við stakt ljóð eftir Jakobínu Sigurðardóttur skilur langt, langt á milli. Það erufáar athyglisverðar laglínur hér á bæ. Og enn færri orð er best að hafa um þann samsetning sem þær stöllur kjósa að taka sér í munn - með fullri virðingu fyrir þeim ágætu konum sem þarna hafa lagt hönd á plóg. Góðar söngkonur vantaði efni eftir konur: nú þá er til dæmis bara að fletta ljóðabókunum finna spennandi ljóð og ráða tónlistarkonur af öllum sviðum bransans til að takast á við þrautina. Þar með er tryggt að efnið, söngtextinn, er alla vega fyrsta flokks - úrvalið meira en hér er sett á disk. Þetta safn verður heldur ósannfærandi - sökum þess að hvorki lög né ljóð eru burðug. Því bjargar ekki fagmannlegur flutningur né snoturt útlit. Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Eru Selma og Hansa poppstjörnur? Selma var það vissulega. Báðar eru þær kraftmiklar söngkonur, ráða við blæbrigði í túlkun, geta auðveldlega tekist á við flutninginn í flóknum línum, falla ágætlega saman í tvísöng. Það safn sem hér er á ferðinni er sett saman á svipuðum nótum og diskur Ásgerðar Júníusdóttur fyrir fáum árum: lög kvenna við ljóð kvenna. Ekki slæm endurtekning á góðri hugmynd. En eru konur í bransanum nægilega margar til að geta komið saman þokkalegu og markverðu lagasafni? Hér eru vanar konur eins og Ingibjörg Þorbergs og Ragnhildur Gísladóttir. Anna Halldórsdóttir og Hera, Védís og Móeiður, Margrét Örnólfsdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir, og svo þær sjálfar, Selma á hér tvö lög og Hansa eitt. Ljóðin eru nær öll unnin af mikilli fátækt og er þeim er stillt upp við stakt ljóð eftir Jakobínu Sigurðardóttur skilur langt, langt á milli. Það erufáar athyglisverðar laglínur hér á bæ. Og enn færri orð er best að hafa um þann samsetning sem þær stöllur kjósa að taka sér í munn - með fullri virðingu fyrir þeim ágætu konum sem þarna hafa lagt hönd á plóg. Góðar söngkonur vantaði efni eftir konur: nú þá er til dæmis bara að fletta ljóðabókunum finna spennandi ljóð og ráða tónlistarkonur af öllum sviðum bransans til að takast á við þrautina. Þar með er tryggt að efnið, söngtextinn, er alla vega fyrsta flokks - úrvalið meira en hér er sett á disk. Þetta safn verður heldur ósannfærandi - sökum þess að hvorki lög né ljóð eru burðug. Því bjargar ekki fagmannlegur flutningur né snoturt útlit. Páll Baldvin Baldvinsson
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira