Innlent

365 miðlar selja DV, Hér og Nú og Veggfóður

MYND/Vísir

365 miðlar hafa selt útgáfuréttinn á DV til útgáfufélagsins Dagblaðsins Vísis ehf, sem er að 40 prósentum í eigu 365 miðla, en aðaleigandi er Hjálmur ehf. með 49% og Sigurjón Egilsson fyrrverandi ritstjóri Blaðsins, sem verður ritstjóri DV, og sonur hans eru meðal annarra eigenda.

Útgáfudögum DV verður fjölgað á nýju ári. 365 miðlar munu á prentsviðinu einbeita sér að útgáfu Fréttablaðsins og fylgirita þess, en útgáfa annarra sjálfstæðra prentmiðla flyst annað, eftir atvikum með aðild 365. Í tilkynningu frá 365 segir að þetta sé hluti af þeirri stefnumörkun að efla kjarnastarfsemi 365 á sviði dagblaðaútgáfu, sjónvarps, útvarps og vefmiðlunar og stefnt sé að forystuhlutverki á þeim sviðum þar sem 365 starfar.

Þá hafa tímaritin Hér & nú og Veggfóður verið seld til útgáfufélagsins Fögrudyra ehf, sem gefur út tímaritið Ísafold.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×