Innlent

Samningfundi lauk án sátta en tillaga þó lögð fram

MYND/Róbert

Samningafundi Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu vegna kjaradeilu ófaglærðra stafsmanna á dvalarheimilum lauk nú á sjötta tímanum án þess að sættir næðust en svo virðist sem það þokist í samkomulagsátt. Að sögn Jóhanns Árnasonar, formanns SFH, var lögð fram tillaga á fundinum sem forsvarsmenn ófaglærðra ætla að skoða um helgina. Jóhann vildi ekki segja í hverju tilboðið færist og er mátulega bjartsýnn á að deilan leysist fyrir boðað setuverkfall næsta föstudag. Annar samningafundur í deilunni hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 á mánudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×