Vegakerfið 17. ágúst 2006 00:01 Tugir þúsunda landsmanna hafa í sumar kynnst vegum í landshlutum sem þeir eiga ekki daglega leið um og flestir ef ekki allir eru sammála um að víða sé þörf á vegabótum og sumir vegir séu hreinlega óframbærilegir. Umferðin um þjóðvegina hefur líka stóraukist, bæði vegna mjög aukinnar bifreiðaeignar og ekki síður vegna hinna mjög auknu landflutninga, þar sem stórir flutningabílar með mikla aftanívagna geysast um mjóa vegi á hámarkshraða. Þeir skjóta mörgum ökumönnum á fólksbílum skelk í bringu þegar þeir koma á móti þeim með viðeigandi sviptivindi. Það kalla margir á betri vegi, sem vonlegt er, en það eru ekki allir sömu skoðunar um á hvað eigi að leggja megináherslu í þeim efnum. Þarna togast töluvert á sjónarmið þeirra sem vilja leggja megináhersluna á mislæg gatnamót og greiðar akstursleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu og innan þess, og svo hinna sem búa við fáfarna vegi á landsbyggðinni og gera ekki aðrar kröfur en að vegir séu þannig að þeir séu sæmilega færir allan ársins hring. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur í gegnum árin barist fyrir bættu vegakerfi og í vikunni greindi félagið frá verkefni sem það hefur unnið að um gæða- og öryggiskröfur vega hér á landi undir merkjum EuroRap, sem eru samtök bifreiðaeigenda í 25 Evrópulöndum. Þegar hafa helstu vegir út frá höfuðborgarsvæðinu verið teknir til athugunar, eða til Keflavíkur, austur fyrir fjall og upp í Borgarnes. Samkvæmt því kerfi sem FÍB vinnur eftir, fá vegakaflar einkunn eftir ákveðnum reglum, og er þá vegurinn sjálfur ásamt umhverfi hans metið. Í þessum hluta landsins ætti vegakerfið að vera einna fullkomnast, en þegar að er gáð er víða gloppur þar að finna, sem huga þarf betur að samkvæmt könnun FÍB. Ætlunin er að taka marga aðra aðalvegi landsins til athugunar á þennan hátt og er það vel. Verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni og hvaða einkunn íslenskir vegir fá í samanburði við vegi í öðrum Evrópulöndum. Hér eru að vísu engar hraðbrautir eins og víða á meginlandi Evrópu en engu að síður virðast margir erlendir ökumenn halda að svo sé, ef marka má hraðakstur þeirra á undanförnum dögum á greiðfærum vegum á Suðurlandi. Það getur verið freistandi að spretta úr spori á auðum vegi á góðum degi, en nú virðist sem meira umferðareftirlit sé þar og þess vegna lenda fleiri en áður í hraðamælingageisla lögreglunnar. Vegagerð hefur mikið farið fram hér á síðustu árum, en víða háttar þó þannig til að gamlir vegir hafa aðeins verið lagfærðir og síðan lagt á þá bundið slitlag. Þessir vegir þola engan veginn þá miklu umferð sem nú fer um þá, og má víða sjá þess merki. Aðra sögu er hins vegar að segja af nýgerðum vegum, og fá þeir væntanlega góða einkunn í FÍB-könnuninni. Vegagerðin virðist ekki hafa tekið beinan þátt í þessari vegakönnun sem um ræðir og kemur það undarlega fyrir sjónir, því þar á bæ eru á einum stað mestu upplýsingar um vegakerfið hér á landi. Þar hafa menn greinargóðar upplýsingar um hvar flest og alvarlegust umferðarslys hafa orðið á undanförnum árum, og það var m.a. á grundvelli þeirra upplýsinga sem ráðist var í tvöföldun Reykjanesbrautar. FÍB og Vegagerðin ásamt öðrum umferðaryfirvöldum ættu því að sameina krafta sína varðandi úrbætur á vegakerfinu, þannig að sem mest fáist fyrir það fé sem ætlað er til vegagerðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Tugir þúsunda landsmanna hafa í sumar kynnst vegum í landshlutum sem þeir eiga ekki daglega leið um og flestir ef ekki allir eru sammála um að víða sé þörf á vegabótum og sumir vegir séu hreinlega óframbærilegir. Umferðin um þjóðvegina hefur líka stóraukist, bæði vegna mjög aukinnar bifreiðaeignar og ekki síður vegna hinna mjög auknu landflutninga, þar sem stórir flutningabílar með mikla aftanívagna geysast um mjóa vegi á hámarkshraða. Þeir skjóta mörgum ökumönnum á fólksbílum skelk í bringu þegar þeir koma á móti þeim með viðeigandi sviptivindi. Það kalla margir á betri vegi, sem vonlegt er, en það eru ekki allir sömu skoðunar um á hvað eigi að leggja megináherslu í þeim efnum. Þarna togast töluvert á sjónarmið þeirra sem vilja leggja megináhersluna á mislæg gatnamót og greiðar akstursleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu og innan þess, og svo hinna sem búa við fáfarna vegi á landsbyggðinni og gera ekki aðrar kröfur en að vegir séu þannig að þeir séu sæmilega færir allan ársins hring. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur í gegnum árin barist fyrir bættu vegakerfi og í vikunni greindi félagið frá verkefni sem það hefur unnið að um gæða- og öryggiskröfur vega hér á landi undir merkjum EuroRap, sem eru samtök bifreiðaeigenda í 25 Evrópulöndum. Þegar hafa helstu vegir út frá höfuðborgarsvæðinu verið teknir til athugunar, eða til Keflavíkur, austur fyrir fjall og upp í Borgarnes. Samkvæmt því kerfi sem FÍB vinnur eftir, fá vegakaflar einkunn eftir ákveðnum reglum, og er þá vegurinn sjálfur ásamt umhverfi hans metið. Í þessum hluta landsins ætti vegakerfið að vera einna fullkomnast, en þegar að er gáð er víða gloppur þar að finna, sem huga þarf betur að samkvæmt könnun FÍB. Ætlunin er að taka marga aðra aðalvegi landsins til athugunar á þennan hátt og er það vel. Verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni og hvaða einkunn íslenskir vegir fá í samanburði við vegi í öðrum Evrópulöndum. Hér eru að vísu engar hraðbrautir eins og víða á meginlandi Evrópu en engu að síður virðast margir erlendir ökumenn halda að svo sé, ef marka má hraðakstur þeirra á undanförnum dögum á greiðfærum vegum á Suðurlandi. Það getur verið freistandi að spretta úr spori á auðum vegi á góðum degi, en nú virðist sem meira umferðareftirlit sé þar og þess vegna lenda fleiri en áður í hraðamælingageisla lögreglunnar. Vegagerð hefur mikið farið fram hér á síðustu árum, en víða háttar þó þannig til að gamlir vegir hafa aðeins verið lagfærðir og síðan lagt á þá bundið slitlag. Þessir vegir þola engan veginn þá miklu umferð sem nú fer um þá, og má víða sjá þess merki. Aðra sögu er hins vegar að segja af nýgerðum vegum, og fá þeir væntanlega góða einkunn í FÍB-könnuninni. Vegagerðin virðist ekki hafa tekið beinan þátt í þessari vegakönnun sem um ræðir og kemur það undarlega fyrir sjónir, því þar á bæ eru á einum stað mestu upplýsingar um vegakerfið hér á landi. Þar hafa menn greinargóðar upplýsingar um hvar flest og alvarlegust umferðarslys hafa orðið á undanförnum árum, og það var m.a. á grundvelli þeirra upplýsinga sem ráðist var í tvöföldun Reykjanesbrautar. FÍB og Vegagerðin ásamt öðrum umferðaryfirvöldum ættu því að sameina krafta sína varðandi úrbætur á vegakerfinu, þannig að sem mest fáist fyrir það fé sem ætlað er til vegagerðar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun