Seðlabankastjóri setur ekki lög 17. ágúst 2006 17:30 Kristinn H. Gunnarsson á Flokksþingi Framsóknarflokksins MYND/Valgarður Gíslason Seðlabankastjóri hefur ekki vald til stefnumótunar varðandi Íbúðalánasjóð, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að Framsóknarmenn muni standa fast á því að ákvæði í stjórnarsáttmála um sjóðinn standi. Við hækkun stýrivaxta í gær sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á Íbúðalánasjóði fyrir áramót. Hugmyndir liggja fyrir hjá ríkisstjórinni um að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka, en félagsmálaráðherra segist ekki geta sagt til um hvort frumvarp þess efnis verði lagt fyrir í haust. Enn vinni starfshópur að málefninu. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skrifar á heimasíðu sína, www.kristinn.is, í dag að hann skilji ekki þessar þreifingar með íbúðalánasjóð. Stjórnarsáttmáli hafi verið undirritaður þar sem staða Íbúðalánasjóðs sé tryggð. Seðlabankastjóri hafi ekki vald til þess að segja til um hvaða lög eigi að setja og hvenær. Kristinn bendir einnig á að Íbúðalánasjóður hafi ekki ýtt af stað verðbólgunni, heldur bankarnir með hundrað prósent íbúðalánum sínum. Íbúðalánasjóður hafi komið með mestu kjarabót sem neytendur hafi séð í langan tíma þegar hann lækkaði vexti í 4,15%. Í pistli sínum segir Kristinn það engu líkara en að Davíð Oddsson hafi gleymt að hann sé hættur í stjórnmálum. Ríkisstjórinni sé óheimilt að gera breytingar á Íbúðalánasjóði vegna stjórnarsáttmála Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Orð skulu standa og pólitískir draugar kveðnir niður. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Seðlabankastjóri hefur ekki vald til stefnumótunar varðandi Íbúðalánasjóð, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að Framsóknarmenn muni standa fast á því að ákvæði í stjórnarsáttmála um sjóðinn standi. Við hækkun stýrivaxta í gær sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á Íbúðalánasjóði fyrir áramót. Hugmyndir liggja fyrir hjá ríkisstjórinni um að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka, en félagsmálaráðherra segist ekki geta sagt til um hvort frumvarp þess efnis verði lagt fyrir í haust. Enn vinni starfshópur að málefninu. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skrifar á heimasíðu sína, www.kristinn.is, í dag að hann skilji ekki þessar þreifingar með íbúðalánasjóð. Stjórnarsáttmáli hafi verið undirritaður þar sem staða Íbúðalánasjóðs sé tryggð. Seðlabankastjóri hafi ekki vald til þess að segja til um hvaða lög eigi að setja og hvenær. Kristinn bendir einnig á að Íbúðalánasjóður hafi ekki ýtt af stað verðbólgunni, heldur bankarnir með hundrað prósent íbúðalánum sínum. Íbúðalánasjóður hafi komið með mestu kjarabót sem neytendur hafi séð í langan tíma þegar hann lækkaði vexti í 4,15%. Í pistli sínum segir Kristinn það engu líkara en að Davíð Oddsson hafi gleymt að hann sé hættur í stjórnmálum. Ríkisstjórinni sé óheimilt að gera breytingar á Íbúðalánasjóði vegna stjórnarsáttmála Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Orð skulu standa og pólitískir draugar kveðnir niður.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira