Innlent

Sveitafélög geta lítið dregið úr framkvæmdum

Bæjarstjórar stærstu sveitarfélaga landsins segja sveitarfélögin lítið geta dregið úr framkvæmdum eins og forsætisráðherra lagði til í 17. júní ræðu sinni. Þær framkvæmdir sem eru í gangi séu til að sinna eðlilegri þjónustu í ört stækkandi bæjarfélögum.

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í þjóðhátíðarræðu sinni að allir yrðu að leggjast á eitt til að tryggja stöðuleika á næstu árum. Ríkisvaldið yrði að gera sitt og sömuleiðis aðilar vinnumarkaðarins, bankarnir og sveitarfélögin. Bæjarstjórar nokkurra særstu sveitarfélaga sögðust, í samtali við NFS í dag, ekki getað dregið úr framkvæmdum hjá sér enda væru þær í lágmarki.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarsjóri segir fjáhagsáætlun ekki liggja fyrir og segir þessi mál ásamt öðru verða rædd við forsætisráðherra á næstunni. Hann segir þó særstu framkvæmdirnar sem fyrirhugaðar eru í Reykjavík vera á vegum ríkisins. Þar á hann til dæmis við Sundabraut og gerð mislægra gatnamóta við Kringluna. Kristján Þór Júlíusson, bæjarsstjóri Akureyrar, segir hægt hafa á framkvæmdum í bænum. Það sé aðalega vegna stöðu vinnumarkaðarins og hversu erfitt sé að fá fólk til starfa. Bæjarstjórar Kópavogs og Árborgar sögðu eðlilega uppbyggingu vera á prjónunum á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×