Innlent

Talið að tjónið nemi hundruðum milljóna króna

Mynd/Vilhelm

120 ker af 160 kerum voru tekin úr rekstri í kerskála 3 Í álveri Alcan í Straumsvík í kvöld. Alvarleg bilun varð á rafbúnaði sem olli níu klukkustunda straumleysi fyrr í dag og því var ákveðið að taka kerin úr rekstri. Straumleysið má rekja til bilunar í spennum í aðveitustöð en ekki er enn vitað hvað olli þeirri bilun. Bilunarinnar var fyrst vart laust eftir miðnætti í nótt og rafmagn var ekki komið á fyrr en rúmum níu klukkustundum síðar eins og áður segir. Ker og tengdur búnaður voru illa farin eftir straumleysið og aðstæður voru orðnar starfsfólki erfiðar. Talið erð að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×