Innlent

Þurfa ekki að láta vita af sér

Utanríkisráðuneytið Samkvæmt talsmanni ráðuneytisins brutu Rússar engin lög með fluginu.
Utanríkisráðuneytið Samkvæmt talsmanni ráðuneytisins brutu Rússar engin lög með fluginu.

Tvær rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn í íslenska lofthelgi í síðustu viku án þess að flugmálastjórn væri gert viðvart um að flug af þessu tagi ætti sér stað á umsjónarsvæði stofnunarinnar. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir venjuna vera þá að látið sé vita af heræfingum þannig að þær komi ekki á óvart og því óvenjulegt að flugmálastjórn hafi ekki verið látin vita með fyrirvara.

Jörundur Valtýsson, ráðgjafi utanríkisráðherra, segist ekki vita hvernig boðleiðin hefði átt að vera öðruvísi. Hann segir að Rússum beri ekki skylda til að tilkynna svona æfingar og að þeir hafi ekki brotið nein lög með því að fljúga á þeim svæðum sem þeir flugu. Það hafi verið með öðrum hætti sem ráðuneytið hafi fengið spurnir af þeim. Jörundur segir að ráðuneytið hafi látið ratsjárstofnun vita strax og þeim barst tilkynning um æfinguna.

Þegar vélarnar síðan nálguðust landið hafi boð borist frá danska lofthernum sem hafði numið vélarnar og þau boð hafi strax borist til flugumferðarstjórnar. Nokkru síðar hafi Ratsjárstofnun sjálf numið vélarnar og sent skilaboð sömu leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×