Viðskipti erlent

Hitachi innkallar rafhlöður frá Sony

Fartölva frá Toshiba.
Fartölva frá Toshiba.

Japanski tækniframleiðandinn Hitachi hefur ákveðið að innkalla 16.000 rafhlöður, sem fylgdu með fartölvum undir merkjum fyrirtækisins. Sony framleiddi rafhlöðurnar. Með þessu bætist Hitachi í hóp nokkurra fyrirtækja sem hafa innkallað ríflega 7 milljónir rafhlaða frá Sony.

Dell hefur innkallað 4,2 milljónir rafhlaða, Apple 1,8 milljónir en Toshiba, Fujitsu og Lenovo eitthvað færri.

Ástæðan fyrir innkölluninni er sú sama og hjá hinum fyrirtækjunum. Þær geta ofhitnað og hefur í nokkrum tilfellum kviknað í fartölvum af þeim sökum. Þó er ekki um mörg tilfelli að ræða og því er innköllunin af varúðarástæðum.

Búist er við að innkallanirnar geti kostað Sony allt að 170 milljónir bandaríkjadala eða 11,6 milljarða íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×