Viðskipti erlent

Google hugleiðir kaup á YouTube

YouTube.
YouTube.

Bandaríska netleitarfyrirtækið Google er sagt eiga í viðræðum um kaup á

myndskráavefnum YouTube. Kaupverð er sagt nema 1,6 milljörðum

bandaríkjadala, jafnvirði 109 milljarða íslenskra króna.

Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal segir viðræðurnar á viðkvæmu stigi og að hvorugir aðilar hafi viljað tjá sig um það.

Frægðarferill vefsetursins YouTube hófst í febrúar á síðasta ári. Notendum fjölgaði ört og er vefsetrið nú um stundir eitt af þeim vinsælustu í netheimum. Notendur eru um 20 milljónir talsins í mánuði hverjum og skoða þeir um 100 milljónir myndskráa á vefnum á degi hverjum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×