Íslenskir verkamenn þreyttir á ástandinu 7. september 2006 07:30 Framkvæmdastjóri samiðnar "Auðvitað óttast maður að það verði undirboð þegar samkeppni um störfin eykst," segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar. Erlendir starfsmenn hafa breytt vinnutíma og vinnumenningu í byggingariðnaði hér á landi. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, segist finna fyrir því að íslenskir iðnaðarmenn séu orðnir langþreyttir á ástandinu. „Erlendir starfsmenn koma hingað til að vinna í þriggja mánaða lotu. Þeir vilja vinna mikið því að þeir fara svo heim í tveggja til þriggja vikna frí,“ segir Þorbjörn. „Þetta er farið að trufla og þreyta Íslendingana því að þeir hætta ekki í tvær til þrjár vikur.“ Vinnufyrirkomulag erlendra starfsmanna er leiðandi í vinnumenningu á byggingarsvæðum, að sögn Þorbjörns. „Íslendingarnir eru yfirmenn og þeir eru bundnir yfir þessu. Útlendingarnir eru hins vegar að vinna af sér til að komast í frí.“ Fyrir nokkrum árum var talið að vinnutíminn færi að styttast en síðustu ár hefur það verið þvert á móti, iðnaðarmenn vinna bæði á laugardögum og sunnudögum. Þegar við bætist að hlutfall erlendra starfsmanna er hátt og málakunnátta lítil þá hafa samskiptin versnað. Þorbjörn kveðst finna fyrir þreytu meðal byggingamannanna gagnvart lítilli málakunnáttu. „Vinnustaðir eru ekki bara til að ná sér í laun, þeir eru líka félagslegur vettvangur. Þegar menn geta ekki talað við nema lítinn hluta af vinnufélögunum hefur það áhrif,“ segir hann. Ekki er óalgengt að Íslendingur sé látinn stjórna fimm til sex útlendingum. Þorbjörn bendir á að Íslendingurinn geti stundum ekki haft nein almenn samskipti við þá og varla komið til skila hvað á að gera. Kannski sé einn túlkur á svæðinu, kannski ekki. „Það verða ekki þessi félagslegu tengsl sem eru eðlileg á vinnustað og við finnum fyrir því. Samskiptin verða miklu erfiðari,“ segir hann. Iðnaðarmenn hafa nokkrar áhyggjur af undirboðum og atvinnuástandi meðal Íslendinga þegar verkefnum lýkur og hægist á bygginga- og framkvæmdamarkaðnum. Þorbjörn segir að Samiðn líti almennt svo á að Íslendingar gangi fyrir í vinnu. „Auðvitað óttast maður að það verði undirboð þegar samkeppni um störfin eykst. Það er þekkt fyrirbæri og getur gerst hér.“ Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Erlendir starfsmenn hafa breytt vinnutíma og vinnumenningu í byggingariðnaði hér á landi. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, segist finna fyrir því að íslenskir iðnaðarmenn séu orðnir langþreyttir á ástandinu. „Erlendir starfsmenn koma hingað til að vinna í þriggja mánaða lotu. Þeir vilja vinna mikið því að þeir fara svo heim í tveggja til þriggja vikna frí,“ segir Þorbjörn. „Þetta er farið að trufla og þreyta Íslendingana því að þeir hætta ekki í tvær til þrjár vikur.“ Vinnufyrirkomulag erlendra starfsmanna er leiðandi í vinnumenningu á byggingarsvæðum, að sögn Þorbjörns. „Íslendingarnir eru yfirmenn og þeir eru bundnir yfir þessu. Útlendingarnir eru hins vegar að vinna af sér til að komast í frí.“ Fyrir nokkrum árum var talið að vinnutíminn færi að styttast en síðustu ár hefur það verið þvert á móti, iðnaðarmenn vinna bæði á laugardögum og sunnudögum. Þegar við bætist að hlutfall erlendra starfsmanna er hátt og málakunnátta lítil þá hafa samskiptin versnað. Þorbjörn kveðst finna fyrir þreytu meðal byggingamannanna gagnvart lítilli málakunnáttu. „Vinnustaðir eru ekki bara til að ná sér í laun, þeir eru líka félagslegur vettvangur. Þegar menn geta ekki talað við nema lítinn hluta af vinnufélögunum hefur það áhrif,“ segir hann. Ekki er óalgengt að Íslendingur sé látinn stjórna fimm til sex útlendingum. Þorbjörn bendir á að Íslendingurinn geti stundum ekki haft nein almenn samskipti við þá og varla komið til skila hvað á að gera. Kannski sé einn túlkur á svæðinu, kannski ekki. „Það verða ekki þessi félagslegu tengsl sem eru eðlileg á vinnustað og við finnum fyrir því. Samskiptin verða miklu erfiðari,“ segir hann. Iðnaðarmenn hafa nokkrar áhyggjur af undirboðum og atvinnuástandi meðal Íslendinga þegar verkefnum lýkur og hægist á bygginga- og framkvæmdamarkaðnum. Þorbjörn segir að Samiðn líti almennt svo á að Íslendingar gangi fyrir í vinnu. „Auðvitað óttast maður að það verði undirboð þegar samkeppni um störfin eykst. Það er þekkt fyrirbæri og getur gerst hér.“
Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira