Viðskipti erlent

Nýjar höfuðstöðvar DR of dýrar

Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva danska ríkisútvarpsins við Ørestaden í Kaupmannahöfn hefur farið 500 milljónir danskra króna, eða tæpa 6 milljarða íslenskar krónur, fram úr áætlun. Fyrirhugað er að flytja alla starfsemi útvarpsins í húsið í desember á þessu ári.

Að sögn Berlingske Tidende er stjórn danska ríkisútvarpsins, sem er pólitískt skipuð, undir miklum þrýstingi vegna málsins og hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag.

Blaðið segir svo geta farið að Kenneth Plummer, forstjóri DR, verði látinn taka poka sinn líkt og forveri hans, Christian S. Nissen, eftir að hann skilaði tæplega 300 milljóna danskra króna eða 3,6 milljarða íslenskra króna taprekstri árið 2004.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×