Sport

Suður- og Norður-Kórea saman á ÓL?

Íþróttayfirvöld í Suður- og Norður-Kóreu segjast ekki hafa náð samkomulagi um að senda sameiginlegt keppnislið til leiks á Ólympíuleikana í Peking sumarið 2008. Þau vilja þó ekki neita að verið sé að skoða þann möguleika.

“Það hafa verið viðræður þess efnis en vandamálið snýst um að Suður-Kórea vill að árangur ráði alfarið vali í liðið á meðan Norður-Kórea vill jafn hlutfall keppenda frá báðum þjóðum,” segir Kim Tae-Hyung, formaður kóreysku Ólympíunefndarinnar.

Íþróttamenn frá Suður-Kóreu hafa í gegnum tíðina staðið mun framar á alþjóðlegum vettvangi en kollegar sínir frá Norður-Kóreu. Hins vegar eru það fulltrúar Norður-Kóreu sem eru að tefja viðræðurnar, að sögn Tae-Hyung. “Þeir segjast vera að hugsa málið en við fáum engin svör. Við gætum hist á nýju ári en ef ekki þá höfum við ekkert á móti því að senda eigið lið til keppni.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×