Lagabreyting rökstudd með lögbrotum 29. desember 2006 18:30 Íslensku flugfélögin hafa á undanförnum árum svikist um að greiða hunduð milljóna króna í skattgreiðslur vegna leigu á flugvélum erlendis frá. Nú þegar Alþingi breytti lögum um áramót, meðal annnars vegna þessa, er sú breyting rökstudd með vísan til skattsvikana, það er að skatturinn hafi hvort eð er aldrei skilað krónu í ríkiskassann. Þegar Alþingi afgreiddi fyrir jól lagabálk um breytingu á lögum um tekjuskatt beindust augu allra að breytingum sem snéru að einstaklingum. Engin umræða varð um fyrstu grein frumvarpsins - enda sakleysisleg málsgrein sem virtist enga sérstaka þýðingu hafa. En það eru miklir hagsmunir að baki. Til þessa hafa sem sagt verið í gildi lög sem segja að þegar flugfélög leigja flugvélar erlendis frá beri þeim að borga 15% skatt af leigunni. Eignarhald á flugvélum íslensku flugfélaganna hefur smám saman verið fært til erlendra félaga. Til dæmis eru flugvélar Icelandair í eigu fyrirtækja skráð á Cayman eyjum og í Ástralíu. Það voru því mikil leiguviðskipti þarna milli landa og nokkuð víst að ef menn hefðu farið að lögum ættu flugfélögin að hafa borgað hundruð milljónir króna í ríkissjóð. En það var ekki gert. Nú þegar Árni Matthiesen, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu um að fella þennan skatt niður sagði hann að breytingin skipti engu máli fyrir ríkissjóð - þessi skattur hefði engu skilað. Sama röksemd er sett fram sem röksemd í athugasemd með frumvarpinu. Tillaga um þessa brfeytingu er unnin í fjármálaráðuneytinu og kemur svo til efnahags- og viðskiptanefndar. Pétur Blöndal formaður hennar staðfestir að þessi grein hafi ekki fengið mikla umræðu - þetta hafi verið kynnt nefndinni sem tæknileg breyting. Hann telur þó að breytingin hafi verið réttmæt og telur að skatturinn hafi verið óréttmætur. Hann telur einnig að nauðsynlegt hafi verið að breyta lögunum því annars væri hætta á að hluti flugrekstrarins flyttist úr landi. Aðspurður hvort hann teldi að í þessu fælist þau skilaboð til skattsvikara að löggjafinn myndi aðlaga lög að þeirra undanskotum sagðist hann ekki telja þarna skattsvik á ferðinni. Fréttastofa hefur heimildir fyirir því að a.m.k. talsmenn Icelandair hafi haft fulla vitneskju um að þeim væri skylt að borga þennan skatt, enda verið í viðræðum við Fjármálaráðuneytið um að fá þennan skatt felldan niður. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að allavega fulltrúar Icelandair hafi verið í við Fréttir Innlent Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Íslensku flugfélögin hafa á undanförnum árum svikist um að greiða hunduð milljóna króna í skattgreiðslur vegna leigu á flugvélum erlendis frá. Nú þegar Alþingi breytti lögum um áramót, meðal annnars vegna þessa, er sú breyting rökstudd með vísan til skattsvikana, það er að skatturinn hafi hvort eð er aldrei skilað krónu í ríkiskassann. Þegar Alþingi afgreiddi fyrir jól lagabálk um breytingu á lögum um tekjuskatt beindust augu allra að breytingum sem snéru að einstaklingum. Engin umræða varð um fyrstu grein frumvarpsins - enda sakleysisleg málsgrein sem virtist enga sérstaka þýðingu hafa. En það eru miklir hagsmunir að baki. Til þessa hafa sem sagt verið í gildi lög sem segja að þegar flugfélög leigja flugvélar erlendis frá beri þeim að borga 15% skatt af leigunni. Eignarhald á flugvélum íslensku flugfélaganna hefur smám saman verið fært til erlendra félaga. Til dæmis eru flugvélar Icelandair í eigu fyrirtækja skráð á Cayman eyjum og í Ástralíu. Það voru því mikil leiguviðskipti þarna milli landa og nokkuð víst að ef menn hefðu farið að lögum ættu flugfélögin að hafa borgað hundruð milljónir króna í ríkissjóð. En það var ekki gert. Nú þegar Árni Matthiesen, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu um að fella þennan skatt niður sagði hann að breytingin skipti engu máli fyrir ríkissjóð - þessi skattur hefði engu skilað. Sama röksemd er sett fram sem röksemd í athugasemd með frumvarpinu. Tillaga um þessa brfeytingu er unnin í fjármálaráðuneytinu og kemur svo til efnahags- og viðskiptanefndar. Pétur Blöndal formaður hennar staðfestir að þessi grein hafi ekki fengið mikla umræðu - þetta hafi verið kynnt nefndinni sem tæknileg breyting. Hann telur þó að breytingin hafi verið réttmæt og telur að skatturinn hafi verið óréttmætur. Hann telur einnig að nauðsynlegt hafi verið að breyta lögunum því annars væri hætta á að hluti flugrekstrarins flyttist úr landi. Aðspurður hvort hann teldi að í þessu fælist þau skilaboð til skattsvikara að löggjafinn myndi aðlaga lög að þeirra undanskotum sagðist hann ekki telja þarna skattsvik á ferðinni. Fréttastofa hefur heimildir fyirir því að a.m.k. talsmenn Icelandair hafi haft fulla vitneskju um að þeim væri skylt að borga þennan skatt, enda verið í viðræðum við Fjármálaráðuneytið um að fá þennan skatt felldan niður. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að allavega fulltrúar Icelandair hafi verið í við
Fréttir Innlent Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira