Innlent

Nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra

Aðalheiður Sigursveinsdóttir.
Aðalheiður Sigursveinsdóttir. MYND/Utanríkisráðuneyti

Aðalheiður Sigursveinsdóttir hefur verið ráðin nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Aðalheiður er 33 ára. Hún útskrifaðist með BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, með sérstakri áherslu á stjórnun í alþjóðlegu umhverfi og rafræna viðskiptahætti.

Aðalheiður starfaði síðastliðin sjö ár hjá KB banka og þar áður hjá Landslæknisembættinu.

Sigfús Ingi Sigfússon sem að undanförnu hefur gegnt starfi aðstoðarmanns utanríkisráðherra hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×