Serena Williams mun ekki verja titil sinn á opna ástralska meistaramótinu í tennis í ár eftir að hún tapaði fyrir Daniela Hantuchova í morgun, 6-1, 7-6 (7-5). Hantuchova hafði aldrei áður unnið Williams á móti og hafði raunar ekki unnið eitt einasta sett á móti henni þangað til í dag.
Maria Sharapova var hinsvegar ekki í vandræðum með króatísku stúlkuna Jelenu Kostanic fyrr í dag og sigraði örugglega 6-0 og 6-1 í hitanum í Melbourne.