Erlent

Íslenska krónan góður kostur

Alþjóðlega greiningarfyrirtækið TD Securities segir íslensku krónuna besta fjárfestingarkost sem gjaldeyriskaupmenn hafa völ á næsta ári. Að mati fyrirtækisins gætu þeir sem kaupa krónur fyrir Bandaríkjadali í byrjun næsta árs vænst þess að fá 22 prósenta arð af fjárfestingu sinni.

Þetta segir fyrirtækið helgast af mjög háu vaxtastigi hérlendis og batnandi horfum í efnahagslífinu. Sérfræðingur þess segir í samtali við vefútgáfu Bloomberg efnahagslægð hafi að líkindum verið forðað hér á landi á árinu 2007 og allt útlit er svo fyrir að hjól efnahagslífsins fari svo að snúast af krafti árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×