Innlent

Ýmislegt opið um jólin

Það er af sem áður var að landinu var sama sem lokað yfir helgustu hátíðina. Meginreglan er þó sú flestir sem sinna verslun og þjónustu loka sínum fyrirtækjum yfir jólin. Þannig eru flestir veitingastaðir í höfuðborginni lokaðir í dag og jóladag en allnokkrir opna fyrir kvöldmat á annan í jólum.

Einhverjar undantekningar eru þó á þessu, þannig er Fjalakötturinn á Hótel Reykjavík Centrum opið alla dagana, sömuleiðis Vox á Hótel Nordica og Skrúður á Hótel Sögu. Lyf og heilsa er opin í dag til klukkan sex og milli tíu að morgni til miðnættis alla jóladagana. Sundlaugarnar loka núna um hádegið og eru lokaðar á jóladag og annan í jólum nema Laugardalslaug sem er opin milli klukkan tólf og sex þann 26. desember. Einhverjar verslanir opna strax á þriðja í jólum, þannig eru sumar verslanir í Kringlunni opnar þann dag en í Smáralindinni er opið á þriðja í jólum frá klukkan ellefu til sjö. Annars má finna nánari upplýsingar um opnunartíma alls kyns verslana og þjónustuaðila á visitreykjavik.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×