Erlent

Kókaín finnst á 94% peningaseðla á Spáni

Kókaín finnst á 94% peningaseðla á Spáni.
Kókaín finnst á 94% peningaseðla á Spáni. MYND/Haraldur

Leifar af kókaíni finnast á allt að 94% peningaseðla á Spáni en notkun kókaíns þar í landi er ein sú mesta í heiminum en þetta kom fram í skýrslu sem birt var í dag.

Hundrað seðlar voru prófaðir og komu þeir víða að, úr líkamsræktarstöðvum, matvöruverslunum og apótekum víðsvegar um Spán. Verðið á kókaíni er með því lægsta sem þekkst hefur og kostar grammið þar tæpar sex þúsund krónur og er ástæðan talin aukin framleiðsla í Kólumbíu en uppreisnarmenn þar safna fé með því að selja kókaín. Þó var ekki talið ljóst hvort að allir seðlarnir hefðu verið notaðir við neyslu eða hvort að kókaínið hefði smitast af öðrum seðlum sem notaðir hefðu verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×