Styðjum Erlu Ósk til formennsku Jóhann Alfreð Kristinsson og Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 21. september 2006 06:00 Aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fer fram í dag og hefst kosning til formanns klukkan 15 og stendur yfir til klukkan 19. Tveir frambjóðendur hafa gefið kost á sér til embættis formanns og að baki hvorum frambjóðanda er 11 manna hópur sem býður sig fram til stjórnarsetu. Fyrirkomulag kosninganna er með þeim hætti að formannskjörið sker einnig úr um hvor hópurinn fer inn í stjórn félagsins. Samhentur hópur frambjóðendaJóhanna Margrét Gísladóttir.Erla Ósk Ásgeirsdóttir leiðir Blátt-framboðið í ár sem formannsefni. Erla hefur meðal annars séð um innra starf Sambands ungra sjálfstæðismanna og var kosningastjóri Heimdallar í borgarstjórnarkosningunum í maí sl. Þar að auki gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs HÍ veturinn 2004-5 auk fjölda annarra félagsstarfa. Greinarhöfundar eru meðal þeirra frambjóðenda sem bjóða sig fram með Erlu Ósk. Frambjóðendahópurinn er fjölbreyttur og hafa frambjóðendur víðtæka reynslu af félagsstörfum. Skýrar málefnaáherslurMálefnaáherslur framboðsins eru skýrar. Við teljum mikilvægt að Heimdallur sé opið félag og leggi sig fram við að fá ungt fólk til að taka þátt í félagsstarfinu og láta sig þar með varða samfélagsleg málefni og umræðu um þjóðmál. Við viljum að félagið veiti flokksforystunni öflugt aðhald og sé aflvaki nýrra hugmynda í stjórnmálum. Þá teljum við afar mikilvægt að félagið beiti sér á sem flestum sviðum og viljum meðal annars leggja áherslu á umhverfismál, málefni innflytjenda og mannréttindamál svo eitthvað sé nefnt. Málefnaáherslur framboðsins má finna á heimasíðu okkar, www.blatt.is. Vetur tækifæranna framundanMeð því að greiða Erlu Ósk atkvæði sitt í dag kjósa félagsmenn Heimdallar öflugan formann og í leiðinni samhentan og metnaðarfullan hóp ungs fólks til stjórnarsetu í félaginu. Nú er að renna í garð vetur prófkjöra og þingkosninga og framundan er án efa spennandi tími í íslenskum stjórnmálum. En komandi vetur verður ekki síst vetur tækifæranna fyrir ungt fólk til að tala sínu máli og vekja athygli á áherslumálum framtíðarinnar. Heimdallur á að vera öflugur málsvari ungs fólks og láta sig varða málefni þess hóps. Til þess þurfum við trausta forystu og hvetjum við alla félagsmenn í Heimdalli til að nýta kosningarétt sinn í dag.Höfundar bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fer fram í dag og hefst kosning til formanns klukkan 15 og stendur yfir til klukkan 19. Tveir frambjóðendur hafa gefið kost á sér til embættis formanns og að baki hvorum frambjóðanda er 11 manna hópur sem býður sig fram til stjórnarsetu. Fyrirkomulag kosninganna er með þeim hætti að formannskjörið sker einnig úr um hvor hópurinn fer inn í stjórn félagsins. Samhentur hópur frambjóðendaJóhanna Margrét Gísladóttir.Erla Ósk Ásgeirsdóttir leiðir Blátt-framboðið í ár sem formannsefni. Erla hefur meðal annars séð um innra starf Sambands ungra sjálfstæðismanna og var kosningastjóri Heimdallar í borgarstjórnarkosningunum í maí sl. Þar að auki gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs HÍ veturinn 2004-5 auk fjölda annarra félagsstarfa. Greinarhöfundar eru meðal þeirra frambjóðenda sem bjóða sig fram með Erlu Ósk. Frambjóðendahópurinn er fjölbreyttur og hafa frambjóðendur víðtæka reynslu af félagsstörfum. Skýrar málefnaáherslurMálefnaáherslur framboðsins eru skýrar. Við teljum mikilvægt að Heimdallur sé opið félag og leggi sig fram við að fá ungt fólk til að taka þátt í félagsstarfinu og láta sig þar með varða samfélagsleg málefni og umræðu um þjóðmál. Við viljum að félagið veiti flokksforystunni öflugt aðhald og sé aflvaki nýrra hugmynda í stjórnmálum. Þá teljum við afar mikilvægt að félagið beiti sér á sem flestum sviðum og viljum meðal annars leggja áherslu á umhverfismál, málefni innflytjenda og mannréttindamál svo eitthvað sé nefnt. Málefnaáherslur framboðsins má finna á heimasíðu okkar, www.blatt.is. Vetur tækifæranna framundanMeð því að greiða Erlu Ósk atkvæði sitt í dag kjósa félagsmenn Heimdallar öflugan formann og í leiðinni samhentan og metnaðarfullan hóp ungs fólks til stjórnarsetu í félaginu. Nú er að renna í garð vetur prófkjöra og þingkosninga og framundan er án efa spennandi tími í íslenskum stjórnmálum. En komandi vetur verður ekki síst vetur tækifæranna fyrir ungt fólk til að tala sínu máli og vekja athygli á áherslumálum framtíðarinnar. Heimdallur á að vera öflugur málsvari ungs fólks og láta sig varða málefni þess hóps. Til þess þurfum við trausta forystu og hvetjum við alla félagsmenn í Heimdalli til að nýta kosningarétt sinn í dag.Höfundar bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar