Innlent

Vakað fyrir vísindunum

Vísindavaka
Vísindavaka

Vísindavakan er tileinkuð vísindamönnum og haldinn hátíðleg í fjölda borga Evrópu á morgun. Markmiðið er að vekja áhuga almennings á vísindum og auka þekkingu almennings á störfum þeirra og mikilvægi. Alls verða kynnt 50 rannsóknarverkefni og verður áhersla lögð á að upplýsingum verði komið á framfæri á aðgengilegan og líflegan hátt.

Í aðdraganda Vísindavökunnar sjálfrar hefur verið boðið upp á Vísindakaffi og má nefna í kvöld verður fyrirlestur sem ber heitið Pálmatré við Jökulsárlón? en þar fjalla vísindamenn um hnattrænar breytingar og áhrif þeirra á Ísland í framtíðinni.

Börn eru einnig boðin sérstaklega velkomin á Vísindavökuna enda hafa þau lagt sitt af mörkum við hana og má þar nefna teikni- og ljósmyndasamkeppni þar sem ungmennum gafst kostur á að sýna hugmyndir sínar um vísindinn og vísindamenn.

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn verður einnig með dagskrá í boði í tengslum við Vísindavökunna og geta upp­rennandi vísindamenn upplifað vísindinn þar ásamt foreldrum sínum. Í fyrra tóku um 700 manns þátt í vökunni og er áhugasömum bent á að hátíðarhöldin standa frá klukkan fimm til níu á Listasafninu í Tryggvagötu og frekari upplýsingar má finna á síðunni menntagatt.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×