Innlent

Leikskólagjöld lækkuð í Hafnarfirði

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. MYND/Stefán

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað í dag aðlækka leikskólagjöld í leikskólum bæjarinsum um það bil 20 prósent. Lækkunin tekurgildi frá 1. maí næstkomandi. Fram kemur í tilkynningu frá bænum að dvalarkostnaður fyrir hvert barn á almennum gjöldum lækki um ríflega 70 þúsund krónur miðað við 11 mánuði ári.Reiknað er með að heildarkostaður bæjarfélagsins af þessari lækkun leikskólagjalda verði um 50 milljónir á þessu ári og um 80 milljónir á ársgrundvelli.Þá hefurFjölskylduráð Hafnafjarðar samþykkt að taka til sérstakrar skoðunar fyrirkomulag og greiðslur vegna vistunar barna hjá dagforeldrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×