Innlent

Guðmundur nýr bæjarstjóri

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson Alls sóttu 23 um starf bæjarstjóra.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson Alls sóttu 23 um starf bæjarstjóra.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Grundarfirði. Hann tekur við embættinu 1. september af Björgu Ágústsdóttur, fráfarandi bæjarstjóra, en alls sóttu 23 um starfið.

Guðmundur hefur starfað sem sveitarstjóri undanfarin sextán ár. Fyrst í tólf ár hjá Rangárvallahreppi en síðastliðin fjögur ár í nýju sameinuðu sveitarfélagi, Rangárþingi ytra.

Tengdar fréttir

Bætt heilsa á Norðurlöndum

Áætlun þar sem áhersla er lögð á betra mataræði og hreyfingu verður hrint í framkvæmd til að stuðla að bættri heilsu og lífsgæðum Norðurlandabúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×