Innlent

Höfðust við á kili seglbátsins

Litlum Seglbát hvolfdi úti fyrir Geldinganesi með tvo menn innanborðs í gærkvöldi. Annar var strákur um 12 ára aldur og hinn fullorðinn maður. Mennirnir sluppu ómeiddir.

Að sögn lögreglu er seglbáturinn 13 til 14 feta langur og tók hann á sig vind og hvolfdi skömmu eftir að mennirnir lögðu af stað út. Slökkviliðið mætti á staðinn með bát sem notaður var til að sækja mennina. Þeir voru báðir í björgunarvestum og höfðust við á kili bátsins þar til hjálp barst.

Sjónarvottar segja lögreglu og slökkvilið hafa borið að garði ótrúlega fljótt eftir að kallað var á hjálp. Björgunarsveitin Ársæll sá um að færa bátinn að landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×