Heimahjúkrun verði efld 14. júlí 2006 07:45 heilbrigðisráðherra Segir blasa við að öldruðum sé að fjölga og meira fé þurfi inn í málaflokkinn. MYND/Valli „Brýnasta verkefnið er að stórefla þjónustu við aldraða í heimahúsum. Það þarf að efla heimahjúkrunina og svo þyrftu sveitarfélögin líka að efla félagslega heimaþjónustu,“ segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem kynnti í gær áherslur sínar í öldrunarmálum, sem eru í fimm flokkum, með bæklingnum Ný sýn – nýjar áherslur. „Þetta eru mín áhersluatriði í málaflokknum sem ég mun berjast fyrir að ná fram. Bæði með því að ná fjármagni í það sem ég tel mikilvægast og einnig að setjast að vinnu sem á að tryggja að þjónusta við aldraða eflist.“ Fyrsta áherslan snýr að stjórnskipulagi öldunarþjónustu. „Sveitarfélögin hafa skyldum að gegna og ég tel að það vanti skýrari reglur hvað í þeirri þjónustu á að felast. Einnig þarf að fara yfir verkaskiptingu eins og varðandi þjónustu við aldraða sem eru heima. Þar er ríkið með heimahjúkrunina en sveitarfélagið með félagslega þjónustu eins og þrif. Það er ekki eðlilegt að hafa þessa nátengdu þjónustu á hendi tveggja mismunandi aðila.“ Önnur áherslan lýtur að þjónustu við aldraða í heimahúsum sem verður efld þannig að unnt sé að veita hana um kvöld, helgar og nætur þegar þess gerist þörf. Á stærstu þéttbýlisstöðum landsins verði komið á fót skipulegri vaktþjónustu allan sólarhringinn. Stefnt er að því að koma á fót öldrunarlækningum og sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu við aldraða við tiltekin sjúkrahús eða heilbrigðisstofnanir í öllum landshlutum. Geðdeild fyrir aldrað fólk með geðsjúkdóma verður komið á fót á öldrunarsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss. Þriðja áherslan snýr að stofnanaþjónustu fyrir aldraða. Forgangur þeirra að hjúkrunarrýmum sem eru í mestri þörf verði betur tryggður og stuðlað að auknu hlutfalli fagmenntaðs starfsfólks á öldunarstofnunum. Fjórða áherslan fjallar um fjölgun hjúkrunarrýma og endurbætur á öldrunarstofnunum. Ráðist verður í frekari endurbætur og breytingar á stofnanarýmum með það markmið að fjölga einbýlum og bæta aðstæður. Fimmta áherslan er bætt upplýsingagjöf um málefni aldraðra og öldrunarþjónustu en komið verði á fót gagnagrunni með heildarupplýsingum um þjónustu við aldraða um allt land. Einnig verði stofnuð upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Engar bótatillögur felast í þessari stefnumótun sem snýr einungis að þjónustuþættinum að sögn Sivjar. „Ásmundarnefndin svonefnda hefur verið í mikilli vinnu varðandi bótakerfi aldraðra. Ég hef fylgst með því starfi í gegnum fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins sem sitja í nefndinni og þar fer fram gífurlega þarft starf. Forsætisráðherra mun fá tillögur nefndarinnar þegar þær liggja fyrir og ríkisstjórnin tekur ákvarðanir í kjölfarið.“ Innlent Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
„Brýnasta verkefnið er að stórefla þjónustu við aldraða í heimahúsum. Það þarf að efla heimahjúkrunina og svo þyrftu sveitarfélögin líka að efla félagslega heimaþjónustu,“ segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem kynnti í gær áherslur sínar í öldrunarmálum, sem eru í fimm flokkum, með bæklingnum Ný sýn – nýjar áherslur. „Þetta eru mín áhersluatriði í málaflokknum sem ég mun berjast fyrir að ná fram. Bæði með því að ná fjármagni í það sem ég tel mikilvægast og einnig að setjast að vinnu sem á að tryggja að þjónusta við aldraða eflist.“ Fyrsta áherslan snýr að stjórnskipulagi öldunarþjónustu. „Sveitarfélögin hafa skyldum að gegna og ég tel að það vanti skýrari reglur hvað í þeirri þjónustu á að felast. Einnig þarf að fara yfir verkaskiptingu eins og varðandi þjónustu við aldraða sem eru heima. Þar er ríkið með heimahjúkrunina en sveitarfélagið með félagslega þjónustu eins og þrif. Það er ekki eðlilegt að hafa þessa nátengdu þjónustu á hendi tveggja mismunandi aðila.“ Önnur áherslan lýtur að þjónustu við aldraða í heimahúsum sem verður efld þannig að unnt sé að veita hana um kvöld, helgar og nætur þegar þess gerist þörf. Á stærstu þéttbýlisstöðum landsins verði komið á fót skipulegri vaktþjónustu allan sólarhringinn. Stefnt er að því að koma á fót öldrunarlækningum og sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu við aldraða við tiltekin sjúkrahús eða heilbrigðisstofnanir í öllum landshlutum. Geðdeild fyrir aldrað fólk með geðsjúkdóma verður komið á fót á öldrunarsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss. Þriðja áherslan snýr að stofnanaþjónustu fyrir aldraða. Forgangur þeirra að hjúkrunarrýmum sem eru í mestri þörf verði betur tryggður og stuðlað að auknu hlutfalli fagmenntaðs starfsfólks á öldunarstofnunum. Fjórða áherslan fjallar um fjölgun hjúkrunarrýma og endurbætur á öldrunarstofnunum. Ráðist verður í frekari endurbætur og breytingar á stofnanarýmum með það markmið að fjölga einbýlum og bæta aðstæður. Fimmta áherslan er bætt upplýsingagjöf um málefni aldraðra og öldrunarþjónustu en komið verði á fót gagnagrunni með heildarupplýsingum um þjónustu við aldraða um allt land. Einnig verði stofnuð upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Engar bótatillögur felast í þessari stefnumótun sem snýr einungis að þjónustuþættinum að sögn Sivjar. „Ásmundarnefndin svonefnda hefur verið í mikilli vinnu varðandi bótakerfi aldraðra. Ég hef fylgst með því starfi í gegnum fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins sem sitja í nefndinni og þar fer fram gífurlega þarft starf. Forsætisráðherra mun fá tillögur nefndarinnar þegar þær liggja fyrir og ríkisstjórnin tekur ákvarðanir í kjölfarið.“
Innlent Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent